fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), svarar Eflingu fullum hálsi og segir að sem fyrr sé „hnefinn á lofti“ hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og kollegum hennar innan stéttarfélagsins.

Þetta segir Sigurður G. í aðsendri grein á Vísi.

Grunnt hefur verið á því góða á milli SVEIT og Eflingar en Efling hefur gagnrýnt SVEIT harðlega fyrir að gera kjarasamning við nýtt stéttarfélag, Virðingu, þar sem starfsmenn fá að sögn verri kjör en þeir höfðu samkvæmt kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins.

Í vikunni steig Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, fram og sagði að Efling væri líklega að slá Íslandsmet í óhróðri í aðför sinni gegn SVEIT og Virðingu.

Sjá einnig: SVEIT með aðra yfirlýsingu og sakar Eflingu um Íslandsmet í óhróðri – Virðing þegir þunnu hljóði

Vilja færast nær sænska módelinu

Sigurður G. bendir á að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafi verið stofnuð sumarið 2021 og tilgangurinn hafi meðal annars verið að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum og veita félagsmönnum þjónustu, til dæmis á sviði kjaramála. Eiga um 178 fyrirtæki aðild að SVEIT í dag.

Sigurður segir í grein sinni að í samræmi við tilgang samtakanna hafi þau fyrr á árinu gert kjarasamning við nýtt stéttarfélag, Virðingu, sem var stofnað af starfsmönnum veitingastaða. Bendir Sigurður á að þeir hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagsmanna sinna.

„Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarasamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn,“ segir Sigurður og tekur fram að með kjarasamningi SVEIT og Virðingar sé stefnt að því að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því sem kalla má „sænska módelið“.

Reynsluminnst með hæstu launin

Vísar Sigurður í gögn sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland skeri sig úr hvað launakjör starfsmanna á veitingastöðum varðar samanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hafi þó um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum.

Sjá einnig: Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar

„Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er á öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna,“ segir hann og heldur áfram:

„Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýðsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýðshreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefinn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hlutastarfi.“

Sigurður bendir svo á nokkrar tölulegar staðreyndir í grein sinni, til dæmis að frá árinu 2016 til 2022 hafi laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. Þá sé launakostnaður tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. Hann nefnir einnig að helmingur starfsmanna sé undir 25 ára, með litla starfsreynslu en fái samt hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. Loks sé 81% starfsmanna á veitingastöðum í hlutastarfi en aðeins 24% á almenna vinnumarkaðnum.

„Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagafrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignaspjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refsiverð og skaðabótaskyld,“ segir Sigurður að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum