fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Sakaði verktaka um okur og fór í hart

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli ónefnds einstaklings sem krafðist þess að verktaki, sem hafði séð um viðgerðir á glugga fyrir viðkomandi, greiddi til baka hluta af reikningnum sem kærandinn hafði greitt. Einstaklingurinn sem kærði sagði reikninginn óhóflega háan og tók nefndin undir það.

Verktakinn svaraði ekki boði nefndarinnar um að veita andsvör og leggja fram gögn og byggir því úrskurðurinn alfarið á gögnum frá kærandanum.

Kæran var lögð fram í byrjun júní á þessu ári. Málavöxtum er lýst í úrskurðinum.

Kærandinn óskaði eftir þjónustu verktakans við að gera við glugga í fasteign en ekki kemur fram í hvaða sveitarfélagi fasteignin er. Viðgerðin fólst í því að skipta um stormjárn og eitt tilheyrandi fals eða fjöl í glugganum. Fyrir þetta greiddi kærandinn 238.392 krónur samkvæmt reikningi. Áður en að greiðslu kom gerði kærandinn athugasemdir við fjárhæð reikningsins.

Í kæru sinni krafðist hann þess að verktakanum yrði gert að endurgreiða 158.000 krónur. Kærandinn  taldi verðlagninguna ekki sanngjarna og eðlilega í skilningi laga um þjónustukaup. Kærandinn sagðist ekki hafa fengið reikninginn afhentan fyrr en mörgum mánuðum eftir að hann greiddi hann og að sundurliðun reikningsins bæri ekki með sér með hvaða hætti heildarverð þjónustunnar hefði verið reiknað.

Ekki umsamið

Kærandinn vísaði enn fremur til þess að af gögnum frá verktakanum mætti ráða að verkið hafi verið framselt öðrum verktaka en um slíkt hafi ekki verið samið. Loks vísaði kærandinn til úttektar sérfræðings og taldi að hæfilegur afsláttur af heildarverði teldis vera 70 prósent.

Í niðurstöðu Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að samkvæmt sundurliðun reikningsins sé tímavinna tilgreind 161.500 krónur og efni 30.752 krónur. Af gögnum málsins megi hins vegar ráða að verktakinn hafi fengið undirverktaka til að framkvæma umrædda viðgerð en sá síðarnefndi hafi gefið út reikning á hendur verktakanum að fjárhæð 207.950 krónur vegna vinnu og efniskostnaðar.

Fúsk

Þar að auki lagði kærandinn fram úttektarskýrslu sem unnin var af byggingariðnfræðingi. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar kemur fram í skýrslunni að þjónusta verktakans hafi falist í því að taka opnanlegt fag úr glugganum, setja spónarplötu í gluggann á meðan farið hafi verið með fagið á verkstæði og skipt um botnstykki í faginu, setja þéttilista á gler gluggans og að innanverðu. Þá komi fram að samkvæmt skoðun hafi verið sett nýtt stormjárn að innanverðu, timbur í botnstykki, þéttilisti að innan og þéttigúmmí að utan við glugga á botnstykki. Timbrið hafi ekki verið málað og því óvarið.

Í niðurstöðukafla skýrslunnar sé verkinu lýst sem fúski. Þá sé að finna í skýrslunni tilboð frá ónefndum aðila vegna samsettrar einingar sem fólst í 60×60 sentímetra gleri, opnanlegu fagi, stormjárni og lömum. Loks sé í skýrslunni að finna útreikning á verði við að skipta heilu opnanlegu fagi með álagi á efni. Samkvæmt þeim útreikningi ætti það að kosta 161.612 krónur en reikningurinn frá verktakanum var eins og áður kom fram 238.392 krónur.

Ekki til hins ítrasta

Á grundvelli skýrslunnar, sem Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa segir ekki annað liggja fyrir en að sé unnin af óvilhöllum fagaðila, og þess að verktakinn hafi ekki tekið til varna og ekki andmælt útreikningnum á kostnaði við verkið var því úrskurðað kærandanum í vil.

Hann fékk þó ekki kröfum sínum að öllu leyti framgengt. Kærandinn vildi fá 138.000 krónur endurgreiddar en nefndin segir hann eiga að fá mismuninn milli reikningsins og útreikninga skýrslunnar endurgreiddan, alls 76.780 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands