fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Sólveig Anna um frétt Morgunblaðsins: „Ég ætla ekki að sætta mig við þetta fáránlega ástand“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 10:00

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins fyrir komandi þingkosningar, er ómyrk í máli vegna fréttar Morgunblaðsins í dag þar sem sagt er frá stöðu mála á húsnæðismarkaði hér á landi.

Í frétt blaðsins var fjallað um dræma sölu á þéttingarreitum í Reykjavík síðustu vikur og mánuði. Rætt var við Kristin Geirsson, framkvæmdastjóra félags sem byggði 35 íbúða fjölbýlishús á Snorrabraut 62. Bendir hann á að ódýrustu íbúðirnar hafi selst en svo hafi salan dáið. Fjárfestar og fjársterkir einstaklingar séu hins vegar áberandi á markaðnum en lítið um almenna kaupendur.

„Það er nóg af fjárfestum sem vilja kaupa íbúðir ef hægt er að tryggja skammtímaleigu [með til dæmis útleigu á Airbnb] en þá tekur bara augnablik að finna fjárfesta til að kaupa vissar gerðir af íbúðum. Til okkar hafa komið fjárfestar sem hafa spurst fyrir um íbúðir sem eru komnar í útleigu en fjárfestar eru alltaf að leita sér að fjárfestingarkostum,“ er haft eftir Kristni í Morgunblaðinu í dag.

Sólveig Anna gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni.

 „Er þetta ekki ótrúlegt ástand? Í stað þess að venjulegt fólk, þau sem vinna vinnuna, skapa verðmætin, viðhalda samfélaginu komist í eigið húsnæði eru það kapítalistar, meðlimir eignastéttarinnar, sem kaupa íbúðirnar til að nota til enn frekari auðsöfnunar.“

Spyr hún hvort fólk ætli að sætta sig við „áframhaldandi eyðileggingu“ á samfélagi okkar.

„Hvenær finnst okkur nóg komið af því að hagsmunir hinna ríku séu taldir mikilvægari en hagsmunir okkar sjálfra og afkomenda okkar? Ég veit hverju ég svara. Nei, ég ætla ekki að sætta mig við þetta fáránlega ástand. Ég ætla að gera það sem ég get til að breyta því,“ segir hún en kveðst vita að hlutunum verði ekki breytt á einni nóttu.

„En ég ætla að leggja mitt af mörkum til að við getum hafið þá breytinga-vegferð sem ekki er hægt að bíða lengur með að hefja. Ég vona að þið viljið gera slíkt hið sama.“

Sólveig Anna skipar þriðja sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður en þar er borgarfulltrúinn Sanna Magdalena Mörtudóttir í 1. sæti og Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra sósíalista, í 2. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Í gær

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”