fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Íslendingar í miklum meirihluta meðal þeirra sem hafa hlotið refsingu fyrir kynferðisbrot á Íslandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega 8 af hverjum 10 tilfellum sem að Fangelsismálastofnun barst refsing til fullnustu, á árunum 2019-2023, fyrir kynferðisbrot var um að ræða íslenska ríkisborgara.

Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar varaþingmanns Flokks Fólksins.

Sigurjón óskaði meðal annars eftir svörum við því hvaða ríkisfang þeir einstaklingar hefðu sem sakfelldir hafa verið fyrir kynferðisbrot, samkvæmt almennum hegningarlögum, á síðustu 5 árum.

Í svarinu eru birtar sundurliðaðar tölur eftir ríkisfangi um þann fjölda refsinga sem bárust Fangelsismálastofnun á árunum 2019-2023 þar sem aðalbrotið var kynferðisbrot.

Árið 2019 var um að ræða 43 refsingar fyrir kynferðisbrot. Í 34 tilfellum var um að ræða íslenska ríkisborgara en 9 voru erlendir ríkisborgarar. Hinir erlendur ríkisborgarar voru af alls 8 þjóðernum. Flestir þeirra voru frá Írak, alls 2.

Árið 2020 fjölgaði refsingunum fyrir kynferðisbrot upp í 55. Þar af var um að ræða 44 íslenska ríkisborgara og 11 erlenda. Hinir erlendu voru af 6 þjóðernum. Flestir þeirra voru frá Póllandi, eða 5, en 1 af hverju hinna þjóðernanna.

Refsingunum fækkaði aftur árið 2021 en þá voru þær 36. Í 30 af þeim tilfellum var um að ræða Íslendinga og í 6 skiptanna erlenda ríkisborgara. Í tveimur af þeim tilfellum var um að ræða einstakling frá Póllandi en hinir 4 voru allir hver af sínu þjóðerninu.

Heildarfjöldi refsinga fyrir kynferðisbrot fór aftur upp á við árið 2022. Þá voru tilfellin alls 50. Í 36 af þeim skiptum var brotamaðurinn íslenskur en í 14 tilfellanna var um að ræða erlendan ríkisborgara. Af þessum 14 tilfellum var í 5 skipti um að ræða pólskan ríkisborgara en hinir 9 voru af mismundandi þjóðernum.

Heildartalan lækkaði aftur 2023 en þá voru refsingarnar fyrir kynferðisbrot alls 39. Í 31 tilfelli var um að ræða Íslending en í 8 tilfellum erlenda ríkisborgara en þeir voru allir með mismunandi ríkisfang.

Á þessu tímabili, 2019-2023, bárust því Fangelsismálastofnun alls 223 refsingar fyrir kynferðisbrot til fullnustu. Í 175 tilfellum var sá brotlegi íslenskur ríkisborgari, í 78,48 prósent tilvika. Alls var á þessu tímabili um að ræða 48 erlenda ríkisborgara, í 21,52 prósent tilvika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar