fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Þráinn varpar ljósi á það sem gerðist í Hveradölum í sumar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 09:00

Svæðið sem um ræðir. Mynd/Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Friðriksson, jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir líklegt að samspil gufuvirkni og mikillar úrkomu hafi komið af stað aurskriðu skammt frá Skíðaskálunum í Hveradölum um miðjan júlímánuð.

Þetta segir Þráinn í samtali við Morgunblaðið í dag.

Færsla Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook í gær vakti talsverða athygli en þar voru birtar myndir af miklum breytingum á svæðinu í sumar. „Ljóst er að öflugar gufusprengingar hafa orðið í einum hvernum sem hafa kastað leir og drullu upp í hlíðina fyrir ofan,“ sagði meðal annars í færslunni.

Þráinn hefur skoðað svæðið ásamt sérfræðingum ÍSOR, Veðurstofunnar og Eflu og segir hann við Morgunblaðið að gufuvirkni veiki bergið og jarðveginn. Það eigi síðan sinn þátt í því að jarðvegurinn umhverfis uppstreymisrásir gufunnar mettist með vatni.  Úrkoma eigi einnig þátt í að þyngja jarðvegstorfuna þannig að hún rofnar undan eigin þunga og skríði af stað niður brekkuna.

Í umfjölluninni kemur fram að skriðan hafi að líkindum rofið efsta jarðvegslagið ofan af gufuhvernum og komið af stað hvellsuðu fremur en að fyrirvaralaus gufusprenging hafi átt sér stað. Þá er bent á að mikil úrkoma hafi verið á suðvestanverðu landinu þá helgi sem skriðan varð.

Þráinn segir einnig að ekki sé hægt að útiloka að jarðhitavinnsla á Hellisheiði hafi orðið til þess að flýta því að skriðan átti sér stað. Telur hann að skriðan hefði farið af stað fyrr eða síðar þó engin vinnsla væri.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Í gær

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum