fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hraun komið yfir Grindavíkurveg: Möguleiki á að ekkert heitt vatn verði á Suðurnesjum í dag – Almannavarnir á hættustig

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 10:32

Skjáskot úr vefmyndavél Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg gegnt afleggjaranum að Bláa lóninu. Hlutirnir hafa gerst nokkuð hratt síðastliðna klukkustund eða svo en Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá Almannavörnum, sagði í aukafréttatíma RÚV í morgun að ekki væri nein bráð hætta af hraunstraumnum. Þá var hraunbreiðan um einum kílómetra frá Grindavíkurvegi.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við DV að það hafi verið viðbúið að hraun gæti farið yfir Grindavíkurveg eins og nú hefur gerst.

„Það sem veldur okkur áhyggjum er í hvaða átt hraunið er að fara yfir veginn. Það er það sem veldur okkur miklum áhyggjum,“ segir Hjördís og bætir við starfsmenn HS Veitna séu að hlaupa hratt þessa stundina til að koma í veg fyrir að versta sviðsmyndin raungerist.

Svo gæti farið að hraun renni yfir hitaveituæð HS Veitna í Svartsengi en ef það gerist er hætta á að ekkert heitt vatn verði á Suðurnesjum og í nágrenni. Hjördís segir að vegna þessa sé verið að færa viðbúnaðarstig Almannavarna á hættustig en það er þegar á neyðarstigi vegna eldgossins.

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir í frétt Vísis að hættan nú sé sú að hraunið stefni á hitaveituæðina til Reykjanesbæjar og sveitarfélaganna í kring.
Aðspurður hvort þá gæti heitavatnsæðin hreinlega rofnað, segir hann:

„Já, það er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna en við vitum ekki hversu langt hraunfælðið mun ná,“ sagði Páll og bætti við að þetta væri spurning um einhverja klukkutíma þar til hraunið nær æðinni. Segir hann að HS Veitur séu í nánu samstarfi með Almannavörnum og vísindamönnum að meta stöðuna.

Eins og sjá má á þessu stutta myndskeiði úr vefmyndavél RÚV rennur hraunið hratt og tilraunir gröfunnar reyndust haldslausar en skömmu síðar var þessi litli varnargarður alfarið kominn undir hraun.

Úr vefmyndavél RÚV
play-sharp-fill

Úr vefmyndavél RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Hide picture