fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Margir Íslendingar hafa fallið fyrir svindli í morgun

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar Íslendinga við netsvindli sem margir virðast hafa fallið fyrir í dag. Um er að ræða enn eitt svindlið á Facebook og eru landsmenn hvattir til að fara að öllu með gát.

„Nokkuð margir eru farnir að deila myndum frá Toyota Hilux, Club Fans um að Toyota Hilux fáist gefins. Á fimm klukkustundum eru komin 1.600 athugasemdir og 2.900 deilingar á því sem er svindl,“ segir í skeyti lögreglu á Facebook-síðu lögreglunnar í hádeginu en þegar þetta er skrifað eru ummælin komin í 2.600 og deilingarnar yfir 4.300. Hafa fjölmargir Íslendingar fallið í þá gryfju að deila efninu áfram og skrifa athugasemdir við færsluna.

„Þetta er svikasíða og sennilega vefveiðar (e. Phishing). Við sjáum ekki enn hvert svindlið leiðir en mögulega verður haft samband við fólk og það fær „vinninginn“ en fyrst þarf það að greiða staðfestingar- eða skráningargjald,“ segir í tilkynningu lögreglu.

„Þetta hefur ekkert með hið raunverulega fyrirtæki Toyota á Íslandi að gera og er á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt. Verjið ykkur og lærið að þekkja svindl á netinu,“ ítrekar lögregla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Í gær

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Í gær

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“