fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Við græddum á veikum spilafíklum – Heilsíðuauglýsing með nafnalista stjórna sem reka spilakassa

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 17:55

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök áhugafólks um spilafíkn birtu heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem er listi yfir nöfn stjórnarfólks í þeim félögum, fyrirtækjum og stofnunum sem koma að rekstri spilakassa á Íslandi. 

„Í stjórnum þessara félaga sitja einstaklingar sem láta átölulaust að fólk sem er veikt af spilafíkn spili frá sér aleiguna. Spilafíklar, börn þeirra, fjölskyldur og vinir skila skömminni af spilakössum til þeirra sem eiga þá og reka,” segir í auglýsingunni.

Tæpir fjórir milljarðar til rekstraraðila

Spilakassar hér á landi eru reknir af tveimur aðilum; Íslandsspilum og Happdrætti Háskóla Íslands. Íslandsspil eru í eigu Rauða kross Íslands (64%), Slysavarnafélagsins Landsbjargar (26,5%) og SÁÁ (9,5%). Í auglýsingunni eru birt nöfn stjórnarfólks hjá öllum þessum félögum auk stjórnar Háskóla Íslands.

Yfirskrift auglýsingarinnar er „Við græddum 3.721.000.000 kr. á veikum spilafíklum” og miðast útreikningarnir við svör dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, frá því í fyrra og er í svörunum miðað við rekstur spilakassa á árunum 2015-2018. Tengill á svarið kemur fram í auglýsingunni.

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segist hafa fengið gríðarleg viðbrögð í dag vegna auglýsingarinnar. Mynd/Aðsend.

Loksins talað máli spilafíkla

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segist hafa fengið gríðarleg viðbrögð í dag vegna auglýsingarinnar frá aðstandendum spilafíkla og spilafíklum sjálfum. „Þeir upplifa að hingað til hafi veruleika þeirra verið haldið í myrkrinu og að loks sé verið að lýsa starfseminni eins og hún raunverulega er. Þeir sem stendur að spilafíklum hafa verið ráðþrota, enginn hefur viljað tala við þá eða hlusta á það sem þeir eru að ganga í gegn um,” segir hún.

Umfjöllun um spilakassa og málefni spilafíkla hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðan í maímánuði eftir að Samtök áhugafólks um spilafíkn birti niðurstöður könnunar þar sem kom í ljós að 86 prósent svarenda vildu að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands var lokað 20. mars vegna COVID-19 en byrjað að opna þá aftur í maí.

Þöggun í krafti valds

Í auglýsingunni segir ennfremur: „Að banna spilakassa læknar ekki spilafíkn en það er samt vitað að spilakassar eru það fjárhættuspil sem er mest ávanabindandi. Þrisvar til fjórum sinnum meira ávanabindandi en til að mynda póker og íþróttaveðmál.”

Alma segir þessa nafnabirtingu nánast vera þrautarlendingu en í gegn um árin hafi fulltrúar Samtaka áhugafólks um spilafíkn upplifað að þau tali fyrir daufum eyrum þeirra sem ráða. „Menn hafa viljað þagga þessa umræðu niður í krafti valdsins,” segir hún og vísar þar til þeirra sem koma að rekstri spilakassanna. 

DV hefur þegar óskað eftir viðbrögðum frá forsvarsfólki Íslandsspila, Happadrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands.

Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag á bls. 14.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“