fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Meirihluti landsmanna vill að öllum verði gert að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 07:51

Bóluefnið frá Pfizer kom fyrst til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex af hverjum tíu, sem taka afstöðu, eru sammála því að það eigi að vera skylda að láta bólusetja sig gegn COVID-19 hér á landi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið.

Fram kemur að 34% svarenda sögðust mjög fylgjandi bólusetningarskyldu og 24% voru frekar sammála. Tæplega fjórðungur var því frekar ósammála. 14% sögðust hvorki né, 4% tóku ekki afstöðu.

Í gær komu fyrstu skammtar bóluefnis frá Pfizer og BioNTech hingað til lands og hefst bólusetning í dag. Um tíu þúsund skammta var að ræða. Von er á fleiri skömmtum frá fleiri framleiðendum á næsta ári.

Í forgangshópi vegna bólusetninga eru íbúar hjúkrunarheimila og framlínufólk í heilbrigðisþjónustu.

Það hefur ítrekað komið fram á upplýsingafundum almannavarna að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu og að bólusetningin sé ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“