Guðmundur Ellert Björnsson, fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá þessu.
Guðmundur var ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og einum pilti en var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í Landsrétti var hann sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum. Dómurinn er enn ekki aðgengilegur á vef Landsréttar.
Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tveimur árum, þá grunaður um að hafa beitt skjólstæðinga Barnaverndar Reykjavíkur kynferðisofbeldi. Í úrskurðinum kom fram að hann væri grunaður um að hafa beitt þrjú systkini auk fjögurra annarra barna ofbeldi. Lýsingar i gæsluvarðhaldsúrskurðinum voru afar ógeðfelldar.
Guðmundur var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar og átti þar heimili. Hann svaf því með fullt hús af börnum sem komu frá brotnum heimilum.
Eftir að Guðmundur var sýknaður í héraði sóttist hann eftir því að snúa aftur til starfa hjá Barnavernd .