„Það er bara ein lausn núna-að ríkisvæða Icelandair, setja það í gjaldþrot fyrst og ásamt lífeyrissjóðunum endurreisa félagið,“ segir Jónína Ben athafnakona. Tvísýn staða Icelandair er á allra vörum þessa dagana. Boðað hefur verið til hluthafafundar á morgun, föstudaginn 22 maí þar sem ákvörðun verður tekin um hlutafárútboð.Ætlunin er að safna allt 200 milljónum Bandaríkjadala ,rúmlega 29 milljörðum íslenskra króna.
Stjórnendum Icelandair hefur sem kunnugt er ekki tekist að ná langtíma kjarasamningum við flugstéttir eins og til stóð fyrir fundinn á morgun.Flugfreyjufélag Íslands hafnaði í gærdag lokatilboði flugfélagsins og ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Víglínuna á STöð 2 á dögunum að ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gengu ekki eftir væri ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn í og veita hjálp í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð. Icelandair stefnir því að óbreyttu í gjaldþrot.
Í færslu á facebook ritar Jónína að það eina í stöðu Icelandair sé að allir íslenskir ríkisborgarar eignist hlut í endurreistu flugfélagi eftir gjaldþrot, líkt og Eimskip forðum.
„Þegar við sleppum lykil fyrirtækjum í hendur erlendum fjárfestum dettur einhverjum í hug að við getum haldið uppi íslenskum launatöxtum?“ spyr Jónína jafnframt og bætir við að „svona fjárfestum sé alveg sama um tilfinningar okkar til Icelandair og íslenskra flugfreyja.“
Þá bendir Jónína á að í viðskiptalífinu virki aðeins lögmál hagnaðar og ójöfnuðar og þrælsóttinn verði algjör því enginn vill missa vinnuna sína.
„Ísland er örland og hér fá erlendir hrægammar að kaupa fyrirtæki og jarðir óáreittir með öllu: ekkert eftirlit, engin lög um eitt eða neitt. ESB stjórnar jafnvel hvernig við markaðssetjum landið okkur-pælið í því. Aulaháttur þeirra sem sömdu fyrir hönd þjóðarinnar um ESB reglugerðir er þjóðarskömm.“
Jónína segist sjálf hafa barist gegn erlendu eignarhaldi á íslenskum fyrirtækjum, jörðum og sér í lagi bönkum og jafnvel fjölmiðlum. Hún hafi í kjölfarið verið sökuð um að vera þjóðernissinni, talin þröngsýn og illa við útlendinga. Bendir hún á að svokölluð „aumingjagóðmennska“ sumra sé hræsni í fjölmiðlum.
Þá segir Jónína að íslenskt stjórnvöld hafi ekkert gert varðandi erlent eignarhald og horft á eftir hverju fyrirtækinu og bönkum komast í hendur áhættufjárfesta sem hlíta sjaldnast lögum.
Sem kunnugt er eiga íslenskir lífeyrssjóðir stóran hlut í Icelandair. Jónína segir lífeyrissjóðina aldrei eiga eftir að ná sinni fjárfestingu til baka þegar erlend öfl eiga 13 prósent í félaginu.
„Getur verið að þeir hafi bara aldrei búið erlendis, vita því ekki að í viðskiptum er enginn annars vinur og nú fara viðskiptin fram milli landa án eftirlits. Stjórnsýslan er lömuð í þessu nýja umhverfi og aumingja Bogi Nílsen, búin á taugum í að reyna að fela erlenda fjárfestinn sem stjórnar öllu og nú á að svæla meiri peninga/ hlutafé frá lífeyrissjóðunum og láta ríkið borga inn í þessa bottlausu hít. Bjarni Ben sér í gegnum þetta og mun aldrei henda peningum til þessa manns sem er leppur Vogunarsjóðs sem er varasamur sjóður,“
ritar Jónína og bætir við á öðrum stað:
„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við. Þær verða að bíða eftir að félagið fari í gjaldþrot og komist aftur í eigu Íslendinga.“
Þá segir Jónína að Icelandair ség ott fyrirtæki vegna starfsfólksins en eigendur hafi mokað út úr félaginu í tvo áratugi miskunarlaust og notað það „í peningaþvætti og bókhaldsbraski sínu.“
„Ráðamenn réðu ekki neitt við neitt enda allir hræddir um kjósendur sína sem elskuðu útrásarvíkingana og nú falla fyrir erlendum vogunarsjóðum-útlendingar redda okkur ekki gott fólk, ekki lengur.
Ég held að lífeyrissjóðirnir ráði ekki einir við að taka ákvarðanir og þurfi ráðgjafa sem skilur samhengi hlutanna því bekkingarleikurinn er slíkur.
„Íslenska ríkið fær aldrei öryggi í flugsamgöngum með erlent eignarhald á Icelandair.“