Hin víðfræga Bláa sjoppa í Grafarvogi, eða Engjaver eins og hún var áður kölluð, verður nú veipbúð. Veipkeðjan Polo tilkynnti nýverið að hún myndi opna í sjoppunni.
Einhverjir íbúar hverfisins hafa lýst yfir áhyggjum af opnuninni enda er sjoppan staðsett á milli þriggja skóla. Framhaldsskólans Borgarholtsskóla og grunnskólanna Vættaskóla og Kelduskóla. Bláa sjoppan hefur hins vegar selt rafrettuvörur frá árinu 2017 og einnig hefur verið hægt að kaupa tóbak þar.