fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Jónsmessugleði Grósku haldin í Garðabæ

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. júní 2019 10:00

Fallegt verk Ein af fjölmörgum afturðum Grósku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ellefta skiptið verður Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku haldin í Garðabæ, fimmtudaginn 20. júní, í samstarfi við Garðabæ. Viðburðurinn er orðinn fasti í menningarlífi bæjarins og má segja að bæjarbúar bíði í ofvæni. Listamenn úr félaginu munu sýna verk sín en auk þess verða gestalistamenn frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Blönduósi á sýningunni.

Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Þræðir“ og verður það þema sýningarinnar. Verkin verða af ýmsum toga, málverk á striga, innsetningar og fleiri tegundir af list.

Jónsmessugleðin er umfangsmesti viðburðurinn sem Gróska stendur fyrir á almanaksárinu en þann 22. maí hlaut félagið viðurkenningu á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar í Sveinatungu fyrir merkt framlag til menningar og lista. Formaðurinn, Laufey Jensdóttir, tók við viðurkenningunni og Gróskufélagar fjölmenntu þangað og stóðu fyrir gjörningi og örmyndlistarsýningu. Einkunnarorðin eru: gefum, gleðjum og njótum.

Gróska hefur staðið fyrir ýmsum öðrum viðburðum, þar á meðal sumarsýningu á Garðatorgi, dagana 25. apríl til 2. maí.

Að venju verður Jónsmessugleðin haldin við Strandstíginn í Sjálandshverfi. En einnig teygir dagskráin sig á aðra staði. Þar á meðal Jónshús þar sem eldri borgarar verða með málverkasýningar og í Skapandi sumarstarf, þar sem ungir listamenn verða með atriði. Opið verður 19.30 til 22.00. Garðbæingar, jafnt sem aðrir, eru hvattir til að fjölmenna á staðinn og njóta listarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta