Í ellefta skiptið verður Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku haldin í Garðabæ, fimmtudaginn 20. júní, í samstarfi við Garðabæ. Viðburðurinn er orðinn fasti í menningarlífi bæjarins og má segja að bæjarbúar bíði í ofvæni. Listamenn úr félaginu munu sýna verk sín en auk þess verða gestalistamenn frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Blönduósi á sýningunni.
Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Þræðir“ og verður það þema sýningarinnar. Verkin verða af ýmsum toga, málverk á striga, innsetningar og fleiri tegundir af list.
Jónsmessugleðin er umfangsmesti viðburðurinn sem Gróska stendur fyrir á almanaksárinu en þann 22. maí hlaut félagið viðurkenningu á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar í Sveinatungu fyrir merkt framlag til menningar og lista. Formaðurinn, Laufey Jensdóttir, tók við viðurkenningunni og Gróskufélagar fjölmenntu þangað og stóðu fyrir gjörningi og örmyndlistarsýningu. Einkunnarorðin eru: gefum, gleðjum og njótum.
Gróska hefur staðið fyrir ýmsum öðrum viðburðum, þar á meðal sumarsýningu á Garðatorgi, dagana 25. apríl til 2. maí.
Að venju verður Jónsmessugleðin haldin við Strandstíginn í Sjálandshverfi. En einnig teygir dagskráin sig á aðra staði. Þar á meðal Jónshús þar sem eldri borgarar verða með málverkasýningar og í Skapandi sumarstarf, þar sem ungir listamenn verða með atriði. Opið verður 19.30 til 22.00. Garðbæingar, jafnt sem aðrir, eru hvattir til að fjölmenna á staðinn og njóta listarinnar.