fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tanja Ýr selur Aliexpress glingur á uppsprengdu verði

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. apríl 2019 15:00

Tanja Ýr. Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, sem kosin var Ungfrú Ísland árið 2013, auglýsir vörur frá skartgripanetverslun sem heitir Bossbabe.is. Á síðu Bossbabe kemur fram að síðan sé í eigu fyrirtækisins Social Kaktus ehf. Þar er auk þess símanúmer og netfang en engin nöfn eigenda.

Þegar að er gáð kemur í ljós að Tanja er sjálf eigandi Social Kaktus ehf. Hún á 50 prósenta hlut í fyrirtækinu en hin 50 prósentin á María Hólmgrímsdóttir. Tanja og María hafa áður starfað saman en árið 2016 stofnuðu þær umboðs- og auglýsingastofuna Eylenda.

Tanja er sjálf mjög vinsæl á samfélagsmiðlum og hefur til að mynda rúmlega 32 þúsund fylgjendur á Instagram síðu sinni.

Spennur í „gjöf“

Tanja kemur fram í fjölda auglýsinga frá Bossbabe.is en hvergi er að sjá að hún sé eigandi í fyrirtækinu og hafi því beinar tekjur af sölu varningsins. Í færslu á Instagram-reikningi hennar frá 2. apríl síðastliðnum birtir hún mynd af sér með spennur frá versluninni. Í færslunni segir:

„Fékk fallegar spennur í gjöf frá BossBabe og ákvað að sýna þér í IGTV.“

Tanja fékk sem sagt spennurnar í gjöf frá eigin fyrirtæki.

Við aðra mynd af Tönju með spennurnar svarar síðan Bossbabe.is sjálft:

„Spennurnar fara þér rosalega vel.“

DV hefur ekki vitneskju um hvort Tanja sjálf svaraði fyrir Bossbabe.is, María, meðeigandi hennar, eða unnusti Tönju, Egill Fannar Halldórsson. En símanúmerið á Bossbabe.is er skráð á fyrirtæki hans, Wake up Reykjavík sf.

Áttfaldur verðmunur

Á síðunni Bossbabe.is er að finna ýmiss konar skartgripi og glingur. Athygli vekur að sams konar skartgripi er hægt að finna á netverslunum erlendis, til dæmis kínverskum síðum á borð við Aliexpress. Það sem vekur einnig athygli er gríðarlegur verðmunur á vörunum.

Svo dæmi sé tekið er hægt að kaupa Woven Twist Hoops, silfurlitaða eyrnalokka á 2.490 krónur hjá Bossbabe.is. Nákvæmlega eins lokka er hægt að fá hjá búðinni Onekiss á Aliexpress á aðeins tæplega 2,5 dollara, 290 krónur á seðlagengi dagsins.

Munurinn á verðinu er því vel ríflega áttfaldur, sem verður að teljast ansi mikið í ljósi þess að á milli Íslands og Kína var undirritaður fríverslunarsamningur vorið 2013.

Neitaði að tjá sig

Þegar blaðamaður DV hringdi í Tönju til að spyrjast fyrir um málið var skellt á áður en hann náði að klára orðið Bossbabe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt