fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Hæðst að meðlagsgreiðendum hjá Innheimtustofnun – Forstjórinn setti hláturmerki – „Svo var hann bara grenjandi í símanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. apríl 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu stigu fjórar konur fram í DV og sökuðu forstöðumann útibús Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði um ógnarstjórnun, einelti, furðuleg afskipti af einkalífi og sérkennilega framgöngu varðandi starfslok. Innheimtustofnun hafnaði þessum ásökunum með öllu og benti á að frá sínum sjónarhóli hefði starfsmannavelta stofnunarinnar á Ísafirði ekki verið mikil í gegnum árin.

Hér verður nokkuð vikið að meintri ámælisverðri framkomu stofnunarinnar við meðlagsgreiðendur auk þess sem tveir fyrrverandi starfsmenn (konur) stíga fram og vitna um starfsandann á stofnunni og framkomu í þeirra garð sem þær eru ekki sáttar við.

Mikið ber á ásökunum um ósveigjanleika í samskiptum lögfræðinga og stjórnenda stofnunarinnar við meðlagsgreiðendur sem og niðurlægjandi tal um meðlagsgreiðendur á vinnustaðnum á meðal starfsfólks og stjórnenda.

Rétt er, áður en lengra er haldið, að greina frá nöfnum tveggja helstu stjórnenda stofnunarinnar, sem hér koma mikið við sögu, en þeir voru ekki nafngreindir í fyrri umfjöllun DV um málefni stofnunarinnar. Jón Ingvar Pálsson er forstjóri stofnunarinnar en forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði er Bragi Rúnar Axelsson. Báðir eru lögfræðingar að mennt og störfuðu við innheimtu meðlagsgreiðslna sem óbreyttir lögfræðingar hjá stofnuninni áður en þeir unnu upp sig upp í þessar stjórnunarstöður.

Innheimtustofnun sveitarfélaga er í þessum skrifum ýmist nefnd því nafni, eða einfaldlega Innheimtustofnun, eða með skammstöfuninni IHS.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

 

„Ég hef aldrei kunnað að meta baktal“

„Það er hlegið að fólki sem á virkilega erfitt og er að biðja um náð og miskunn til að rétta sig af. Ég man til dæmis eftir þegar lögfræðingur hjá stofnuninni sagði frá þessum bölvaða aumingja sem var að semja um barnsmeðlagið sitt og svo var hann bara grenjandi í símanum, eða eitthvað á þá leið.“

Þetta segir Hulda Ósk Eysteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður IHS. Hulda starfaði hjá stofnuninni í Reykjavík á um það bil eins og hálfs árs tímabili, frá seinni hluta 2006 og inn á árið 2008. „Ég sagði upp korteri fyrir hrun,“ segir Hulda sem rekur snyrtistofu í dag og gengur vel. Hún varð hins vegar atvinnulaus um skeið eftir að hafa sagt upp störfum hjá IHS og verið neitað um meðmæli frá stjórnendum stofnunarinnar.

Hulda segir að henni hafi liðið illa allan sinn starfstíma hjá stofnuninni, annars vegar vegna þess hvernig stjórnendur og annað starfsfólk töluðu um meðlagsgreiðendur og hins vegar vegna þess að hún sjálf var lögð í einelti – að hennar sögn.

„Ég fór alltaf ein í kaffi og mér var aldrei boðið að vera með í neinu, til dæmis ef safnað var saman í afmælisgjöf handa einhverjum, þá var ekki leitað til mín, en til allra annarra. Svo var pískrað og baktalað, þú finnur þegar verið er að pískra um þig,“ segir Hulda sem leitaði bæði til verkalýðsfélags síns og til þáverandi forstjóra stofnunarinnar vegna eineltisins, en „það vildi enginn gera neitt í þessu“.

„Þegar ég hringdi eftir að ég hafði sagt upp og bað um meðmæli var bara sagt þvert nei og skellt á,“ segir Hulda sem starfaði í móttöku IHS í Lágmúla 9.

Svo virðist sem samúð hennar með meðlagsgreiðendum hafi unnið gegn Huldu á vinnustaðnum og átt þátt í meintu einelti gegn henni, ef miðað er við frásögn hennar:

„Ég hef aldrei kunnað að meta baktal og yfirleitt geng ég burtu þegar verið er að tala illa um fólk. Þarna kom fólk að reyna að semja um skuldirnar sínar og það komu upp alls konar mál, til dæmis að barn skipti um föðurnafn en faðirinn þarf samt að borga fullt meðlag – alls konar mál – og það var alltaf verið að gera lítið úr þessu fólki á vinnustaðnum,“ segir Hulda.

„Ég var skömmuð fyrir að vera of lengi í símanum og hlusta á fólk,“ segir Hulda, sem segist ekki hafa þolað við í því andrúmslofti sem hún segir hafa ríkt innan stofnunarinnar.

Hæddust að meðlagsgreiðanda í FB-hópi

Nokkuð athyglisvert og óvenjulegt er að starfsfólk IHS og makar þess eru með sameiginlegan Facebook-hóp, Starfsfólk IS og makar. DV hefur undir höndum skjáskot úr hópnum sem gæti verið nokkuð lýsandi fyrir viðhorfið til meðlagsgreiðenda á meðal starfsfólks stofnunarinnar:

Starfsmaður tekur ljósmynd af bíl meðlagsgreiðanda sem er að aka burtu frá höfuðstöðvum IHS í Lágmúla og deilir í hópnum með orðunum:

„Bara venjulegur dagur í Lágmúlanum. Þessi á rauða bílnum var að sækja um frest.“

Margir starfsmenn setja síðan „læk“ eða hlátursmerki við færsluna. Meðal þeirra er forstjórinn, Jón Ingvar Pálsson, sem setur hlátursmerki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“