fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

WOW air falast eftir ríkisábyrgð – Þreifingar sagðar á milli WOW og Icelandair

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 08:30

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi viðruðu forsvarsmenn WOW air hugmyndir um að flugfélagið fái ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að hægt væri að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þreifingar eru sagðar í gangi á milli WOW air og Icelandair.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að þessar hugmyndir WOW air hafi verið ræddar óformlega en mjög ósennilegt sé að ríkið muni ábyrgjast lán til flugfélagsins.

Þá kemur fram að mikil óvissa ríki um gang viðræðna WOW air og Indigo Partners, sem er bandarískt fjárfestingafélag, og sé nú tvísýnna en áður að af kaupum Indigo á WOW air verði. Stjórnvöld eru sögð vel upplýst um gang mál.

Markaðurinn segist einnig hafa heimildir fyrir að undanfarið hafi staði yfir óformlegar þreifingar á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group um aðkomu Icelandair að WOW air.

WOW air er sagt eiga nægt lausafé til að halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðarmót. Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að vegna skuldar WOW air við Isavia þurfi ein vél úr flugflota félagsins alltaf að vera á Keflavíkurflugvelli til að Isavia geti tekið hana sem tryggingu ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm