fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

„Allt mun loga í febrúar ef ekki semst“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati margra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar ganga kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) alltof hægt fyrir sig. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að allt muni loga á vinnumarkaði í febrúar ef samningar nást ekki.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Aðalsteini að menn verði að einsetja sér að setja kraft í viðræðurnar með það að markmiði að ljúka þeim á næstu tveimur vikum.

„Ef svo verður ekki tel ég að verkalýðshreyfingin telji sig knúna til þess að fara í aðgerðir.“

Er haft eftir honum.

Sýn verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda á gang viðræðnanna er mismunandi því Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræðurnar væru á góðu róli.

Haft er eftir Aðalsteini Árna að mikilvægur tímapunktur sé runninn upp í viðræðunum.

„Hver mánuður er dýr fyrir okkar fólk en á sama tíma sparar atvinnulífið sér milljarða. Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaðamótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú