Sindri Magnússon gerði það gott á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Uppsala í Svíþjóð fyrir skemmstu. Vann hann þar bronsverðlaun í tugþraut í flokki 20 til 22 ára.
Þrír íslenskir keppendur kepptu í flokknum og voru allir nálægt því að hreppa verðlaun. Fyrir lokagreinina, 1500 metra hlaupið, voru Sindri og Ari Sigþór Eiríksson næstum jafnir. En Sindri vann þá grein og hljóp á 4:41,55 mínútum sem er hans besti árangur. Tryggði hann sér þar með bronsið með 6.183 stig í heildina.