fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Íbúum á Víðimel brugðið – Verkamaður féll tæpa sjö metra ofan af þaki – Öryggið í molum: „Ég heyrði hávaðann“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. maí 2019 09:00

Víðimelur 50-52. Maðurinn féll 6,6 metra til jarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudaginn 27. maí féll erlendur verkamaður niður af húsþaki við Víðimel 50–52 í vesturbæ Reykjavíkur. Var hann starfandi við viðgerðir á húsinu og liggur samkvæmt heimildum DV stórslasaður á sjúkrahúsi. Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu á verkstað þar til öryggi hefur verið tryggt.

Heyrði fallið

Samkvæmt skýrslu Vinnueftirlitsins, sem DV hefur undir höndum, var fallhæðin 6,6 metrar. Maðurinn var að störfum við þakviðgerðir og rann af þakinu inn á vinnupall við þakbrún. Þaðan féll hann fram af pallinum og niður á jörð.

Nágranni húseigenda, kona sem býr á Hringbraut, heyrði þegar maður féll en hún þekkir ágætlega til. Hún segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn, í kringum fimmtugt og harðduglegur. Hann liggi nú illa haldinn á Landspítalanum, sé þríbrotinn á hálsi en ekki lamaður. Hún segir:

„Ég sá þetta ekki gerast en ég heyrði hávaðann. Fyrst hélt ég að þeir hefðu misst niður bárujárnsplötu eða eitthvað slíkt. Þessi maður var búinn að vera í fullri vinnu hér í um þrjár vikur. Ég hef fylgst með þessum vinnuflokki. Þetta eru greinilega mjög duglegir menn. En þeim hafði fækkað um helming. Þessi maður er erlendur og á dóttur og tengdason sem vinna hér á landi einnig.“

Þegar fallið varð fylltist allt af bæði lögreglumönnum og sjúkraliði. Eins og áður segir hefur Vinnueftirlitið einnig rannsakað málið.

Vinnupallar ófullnægjandi og fallvarnarbúnaður gamall

Samkvæmt skýrslunni var öryggiskröfum ekki sinnt en nákvæmar reglur eru til um þakvinnu. Það er reglugerð nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.

„31.3 Ef þak er hátt eða halli þess meiri en 34 gráður má einungis fela þeim einum að vinna á útköntum þaksins, sem vitað er að til þess eru hæfir. Þegar vinna er framkvæmd við slíkar aðstæður skal koma fyrir nægjanlega traustu 0,6 m breiðu (mælt hornrétt frá þakinu) öryggisbretti við þakbrúnina, eða koma fyrir upp undir þakskegginu 0,4 m breiðum vinnupalli með 0,6 m háu hliðarbretti og nægilega vel festum þakvinnustigum.

31.4 Verði slíkum eða a.m.k. jafntryggum öryggisbúnaði ekki komið við skal hver starfsmaður sem á þaki vinnur hafa öryggisbelti með lás í líflínu af viðurkenndri gerð. Líflínan skal fest á öruggan hátt í fastan hluta byggingarinnar.“

Á Víðimel voru margir öryggisþættir í ólagi. Vinnupallarnir ófullnægjandi þar sem engir fótlistar voru á efstu hæð palls, sem getur valdið mikilli slysahættu.

Starfsmenn notuðu ekki viðeigandi öryggishjálma sem atvinnurekanda er skylt að leggja til. En samkvæmt reglum eiga starfsmenn í byggingarvinnu að nota slíka hjálma af viðurkenndri gerð.

Útlit hluta fallvarnarbúnaðar var ófullnægjandi og aldurinn kominn fram yfir viðmiðunarmörk. Fallvarnarbúnaður skal alltaf uppfylla ákveðin skilyrði og vera innan þeirra marka sem framleiðandinn setur, bæði varðandi ástand og aldur.

Þá hafði ekkert skriflegt áhættumat verið gert um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum, þar sem meðal annars eru taldir upp helstu áhættuþættir til að auðvelda upprifjun með starfsmönnum.

Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir við DV að verktakinn hafi þegar brugðist við hluta af athugasemdunum og hafi til 31. maí til að bregðast við öðrum. Ef Vinnueftirlitið metur sem svo að skilyrðin séu uppfyllt er hægt að hefja vinnu á ný. Heimilt er þó að vinna að öryggismálum á staðnum.

Margir þættir ófullnægjandi.

Íbúar ekki upplýstir

Jónatan Guðnason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við DV að málið sé til meðferðar hjá embættinu. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um málið.

Hlér Guðjónsson, formaður húsfélagsins á Víðimel 50-52, sem telur sex íbúðir, vildi ekki ræða við blaðamann. Annar íbúi kom af fjöllum þegar blaðamaður hringdi í hann. Sagðist hann ekki hafa verið upplýstur um vinnuslysið. Taldi hann að allt hefði verið pottþétt hjá verktakanum og góð meðmæli fylgt.

Húsið er merkt verktakanum Húsaviðgerðir.is. Framkvæmdastjórinn, Matthías Eyjólfsson, vildi ekki ræða við DV um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“