fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sólrún Diego auglýsir vörur unnusta síns: Ágreiningur um leyfi – „Mér finnst að svona eigi ekki að viðgangast“

Kristinn H. Guðnason, Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn síðastliðinn birti áhrifavaldurinn Sólrún Diego mynd úr barnaherbergi sonar síns þar sem hún ræddi við fylgjendur sína um plaggat sem hún hafði hengt upp á vegg. Umrædd mynd er af þvottabirni. Segir hún frá því hvar hún fékk myndina og bendir á netverslunina www.akart.is. Við nánari athugun kemur í ljós að sú netverslun er í eigu unnusta Sólrúnar. Einnig er ágreiningur uppi um hvort leyfi sé fyrir myndunum sem þar eru seldar.

Inni á þekktri netverslun, Etsy.com, þar sem hönnuðir geta selt hönnun sína er hægt að kaupa nákvæmlega sömu myndirnar. Myndirnar eru þar seldar á vegum fyrirtækis sem heitir Synplus. Þar kaupir maður skrá sem hægt er að prenta út sjálfur. Við vöruna stendur að hún sé „for personal use only“ og eru myndirnar varðar höfundarrétti. Myndirnar fást á tæpa átta dollara en í íslensku vefversluninni kaupir maður útprentaða mynd í stærðinni 30×40 sentimetrar á 4.990 krónur. Inni á síðum eins og Aliexpress er hægt að fá sams konar myndir á örfáa dollara, en það fer eftir stærð.

Skjáskot af síðu akart.is /Mynd: DV

Sólrún prókúruhafi og varamaður í stjórn

Þegar DV skoðaði heimasíðuna akart.is voru þar engar upplýsingar um eigendur eða söluaðila. Enga kennitölu eða heimilisfang að sjá, aðeins netfangið akart@akart.is. Í lénaskrá hjá ISNIC er Frans Veigar Garðarsson, unnusti Sólrúnar Diego, skráður fyrir léninu.

Eigandi lénsins er félagið MSF ehf sem er í eigu Frans og Sólrún er prókúruhafi / Mynd: Skjáskot/DV

 

 

Akart.is er skráð á félagið MSF ehf. sem er í eigu Frans Veigars Garðarssonar og skráð á heimilisfang í Mosfellsbæ þar sem Frans og Sólrún búa. Sólrún Diego er þar varamaður í stjórn og prókúruhafi. MSF ehf. er einnig eigandi í SD Media slf. þar sem Frans og Sólrún eru prókúruhafar.

Í samtali við DV segir Frans enga sérstaka ástæðu liggja að baki því að eigendur séu ekki gefnir upp á síðunni. „Ég get alveg breytt því, það er minnsta mál,“ segir hann.

Fylgjandi upplifði reiði

Í myndbandinu, sem Sólrún birti á Instagram Story, talar hún um myndina líkt og hún þekki ekkert til. Einnig að „gríðarlega margir“ hafi verið að spyrja út í myndina. Hún segir:

„Mjög margir spurðu hvaðan hún væri. En þetta er frá netverslun sem heitir akart.is.“

Og enn fremur:

„Ég fékk nokkur svona skilaboð í dag um að einhverjir gátu ekki opnað linkinn sem ég setti með myndinni en ég skal setja hann aftur … og ég sá að þær eru á einhverju tilboði þannig að þið getið nýtt ykkur það.“

Myndirnar eru nú auglýstar á útsöluverði, 3.990 krónur.

 „Ég er 100 prósent eigandi í þessu félagi,“ segir Frans um félagið MSF. „Þetta kemur henni ekkert við.“

En hún er prókúruhafi og varamaður í stjórn?

„Það er einungis vegna þess að hennar rekstur fór í gegnum þetta félag áður fyrr. Hann gerir það ekki lengur. Það á eftir að gera breytingu hjá Ríkisskattstjóra og hún er komin með annað félag sem heitir SD Media.“

Þvottabjörn
Skjáskot af vef Synplus hjá Etsy.com.

Fylgjandi Sólrúnar sem DV ræddi við upplifði reiði gagnvart því að áhrifavaldur skyldi standa að slíkri uppákomu.

 

„Mér finnst að svona eigi ekki að viðgangast og sérstaklega ekki hjá manneskju sem er áhrifavaldur,“ segir viðmælandinn.

Ágreiningur um leyfi

Ágreiningur er uppi um hvort akart.is hafi leyfi fyrir myndunum. Þegar fyrirspurn um málið var send á Synplus fengust þau svör að ekkert leyfi væri til staðar til að selja þessar myndir. Í svarinu segir:

„Já, það lítur út fyrir að það sé verið að selja myndirnar okkar án leyfis.“

Synplus segir myndirnar seldar án leyfis / Skjáskot / Mynd: DV

Frans segist telja sig hafa haft samning við Synplus. Verslunin hafi verið í loftinu í nokkra mánuði. Við DV segir hann:

„Við megum selja þessar vörur ef við kaupum hverja einustu mynd sem fer þar í gegn. Við megum aftur á móti ekki fjölfalda. Við spurðum þá hvort við gætum fengið leyfi og þeir sögðu að við gætum keypt stakar myndir.“

Uppfært frá frétt í helgarblaði DV: Eftir að blaðamaður hafði samband við Frans í gær virðist parið hafa tekið síðuna niður en ekki er hægt að fara inn á hana núna. DV hefur þó skjáskot af öllum upplýsingum síðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“