Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Aðalsteini að menn verði að einsetja sér að setja kraft í viðræðurnar með það að markmiði að ljúka þeim á næstu tveimur vikum.
„Ef svo verður ekki tel ég að verkalýðshreyfingin telji sig knúna til þess að fara í aðgerðir.“
Er haft eftir honum.
Sýn verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda á gang viðræðnanna er mismunandi því Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræðurnar væru á góðu róli.
Haft er eftir Aðalsteini Árna að mikilvægur tímapunktur sé runninn upp í viðræðunum.
„Hver mánuður er dýr fyrir okkar fólk en á sama tíma sparar atvinnulífið sér milljarða. Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaðamótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki.“
Sagði hann.