Skoðanakannanir hafa sýnt að spenna er í mörgum sveitarfélögum og meirihlutar víða valtir í sessi. Má þar nefna Reykjavík, Akureyri, Hafnarfjörð, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjar og fleiri sveitarfélög. Sums staðar hafa meirihutaflokkar horfið af sjónarsviðinu og margir nýjir flokkar mælast með mann inni.
Óhlutbundin kosning verður í 16 sveitarfélögum, sem þýðir að allir kjörgengir íbúar eru á kjörskrá. Þar er mesta spennan í Árneshreppi á ströndum þar sem deilt hefur verið hart um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.
DV mun fylgjast vel með kosningunum og birta helstu fréttir og tölur hér á vefnum, á Facebook síðu DV og Twitter í kvöld.