Ferðamaðurinn, sem er erlendur, var yfirheyrður um skiltið af Lögreglunni á Suðurnesjum. En skiltið sýndi merki sem gefur til kynna að bifreiðastöður séu bannaðar.
Hann sagðist ekki hafa stolið skiltinu heldur keypt það af farandsala við vegkant á Suðurlandi, á milli Hafnar í Hornafirði og Víkur í Mýrdal. Sagðist hann hafa borgað þrjú þúsund krónur fyrir skiltið. Skiltið var tekið af manninum og fært áhaldahúsi Reykjanesbæjar.