fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Krýsuvík í hættu: Sigurlína segir samningi við Krýsuvík hafi verið rift

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. maí 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna fór fram í vikunni. Þar greindi Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarformaður Krýsuvíkursamtakanna, frá því að samningi við Sjúkratryggingar Íslands hefði verið rift. Krýsuvík fær árlega um 120 milljónir af almannafé en nú er óvíst hvort að hægt verði að halda starfseminni áfram á næsta ári. Meðferðarstöðin hýsir skjólstæðinga sem eru jafnan þeir sem hafa átt í hve mestum vandræðum með að fóta sig í samfélaginu og á öðrum meðferðarstofnunum.

DV hefur í vetur upplýst um ótal vankanta á meðferðarstarfinu og bruðl samtakanna með almannafé. Krýsuvíkursamtökin reka meðferð fyrir fólk af báðum kynjum frá 18 ára aldri.

Í umfjöllun DV var fjallað um óttastjórnun, greint frá því að starfsmaður hefði verið kærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot og fjallað um óviðeigandi samskipti Þorgeirs Ólason, sem stýrði meðferðarstarfinu, við kvenkyns skjólstæðinga. Þorgeir er sonur Lovísu Christiansen sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri. Höfðu þau mæðgin einnig keypt bíla fyrir margar milljónir. Þá var greint frá meintum kynferðisbrotum starfsmanna gagnvart sjúklingum og að landlæknir hefði gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina og þá helst að sjúklingar væru einir á Krýsuvík, langt frá mannabyggðum frá klukkan fjögur á daginn til næsta morguns. Þetta þótti ótækt en engu var breytt og fjárframlög aukin.

Ekki er pláss hér til að rekja allt það sem er að í Krýsuvík en fjölmargar greinar um vankantana er að finna á vef DV. Nýverið greindi DV svo frá því að til stæði að Þorgeir kæmi aftur til starfa. Voru ráðgjafar afar ósáttir við það og sögðu þrír starfsmenn upp störfum og eru nú að vinna uppsagnarfrestinn. Sigurlína Davíðsdóttir stjórnarformaður neitar því að Þorgeir sé á leið aftur til starfa eins og til stóð. Hann hefur hins vegar verið kosinn í varastjórn Krýsuvíkursamtakanna og var það gert í vikunni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og þó starfsmenn líti svo á að þeir geti ekki starfsheiðurs síns vegna unnið undir hans stjórn.

Endurskoðun eða riftun?

DV leitaði til Sjúkratrygginga til að fá staðfest að samningi hefði verið rift. Þar á bæ er farið varlega í yfirlýsingar en segir þó að starfslok samnings verði í síðasta lagi 30. nóvember. Leggja Sjúkratryggingar áherslu á að samningi sé ekki rift, heldur snúist staðan um að ekki sé um endurnýjun á samningi að ræða. Samningurinn sé nú endurskoðaður og starfað eftir honum frá mánuði til mánaðar og ráðherra hafi þurft að tilkynna það með fyrirvara sem hafi verið gert í þessu tilfelli.

Í svari Sjúkratrygginga segir:

„Samningsumboð SÍ koma frá heilbrigðisráðherra. Sama á við þegar samningar hafa runnið sitt skeið og komið er að endurnýjun. Í þessu tilfelli var það ákvörðun ráðherra að samningurinn yrði ekki endurnýjaður.“

Túlkun þeirra sem stýra Krýsuvík er að samningi hafi verið rift. Hafa starfsmenn og stjórnarmenn talað á þann veg. DV ræddi við Sigurlínu Davíðsdóttur sem hefur stýrt Krýsuvíkursamtökunum frá upphafi. Aðspurð hvort rétt væri að hinn umdeildi Þorgeir hefði verið kosinn í stjórn svaraði hún:

„Hann er í varastjórn,“ svaraði Sigurlína og sagði að ekki stæði til að hann myndi taka við stöðu framkvæmdastjóra.

Við vorum að heyra að það væri búið að rifta samningnum við Sjúkratryggingar. Er það rétt?

„Já. Við erum að skoða stöðuna,“ svaraði Sigurlína og bætti við að Landlæknir myndi taka út starfsemina.

Og hætta greiðslur þá að berast í desember?

„Já.“

Hvað finnst þér um þessa stöðu sem upp er komin?

„Bara ekkert,“ svaraði Sigurlína.

Veistu hvað verður um skjólstæðingana þína?

„Það munu allir skjólstæðingar verða útskrifaðir þá. Þetta er sex mánaða meðferð og það er sex mánuðir þangað til.“

Þannig að þið takið ekki við neinum nýjum?

„Við erum að skoða það líka.“

Ætlið þið að leita að öðrum fjármögnunarleiðum?

„Við erum bara að skoða hverjir möguleikarnir eru.“

Þannig að það kemur einhver í sumar frá Embætti landlæknis?

„Ég bara veit það ekki. Landlæknir er eftirlitsaðilinn og ég veit ekki hvernig þeir ætla að haga þessu,“ sagði Sigurlína að lokum og ljóst að starfsemi meðferðarheimilisins í Krýsuvík er í uppnámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 8 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu