Opnunarhátíð Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar fór fram í gær í Bíó Paradís og það var troðfullt hús af krökkum í búningum, foreldrum, ömmum og öfum, frænkum og frændum sem mættu með heiðursgestunum, börnunum.
Vísinda Villi sýndi nokkrar tilraunir. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri bíósins, borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson og forsetafrúin Eliza Reid héldu ræður og opnuðu hátíðina. Íbúðin Valdís mætti á svæðið og bauð upp á ís og öll börn fengu popp og svala.
Carolina Salas ljósmyndari mætti og fangaði stemninguna og stuðið.
Fjöldi ókeypis viðburða og námskeiða verður á hátíðinni og almennt miðaverð á hátíðina er aðeins 1000 kr.
Upplýsingar um alla viðburði má finna á heimasíðu, Facebooksíðu eða í dagskrárbæklingi hátíðarinnar.