fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

TripAdvisor kaupir Bókun: „Tímamót fyrir fyrirtækið okkar“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 20. apríl 2018 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamannavefrisinn TripAdvisor hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun og greina frá því í dag á heimasíðu sinni Bókun ehf var stofnað árið 2012 og framleiðir bókunarhugbúnað fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Í tilkynningunni segir að með kaupunum bæti TripAdvisor við þjónustuna og bjóði nú upp á tæknilausnir í stærsta dreifingarkerfi ferðamannaiðnaðarins.

Dermot Halpin, forseti TripAdvisor segir að Bókun muni spila stóra rullu í að auka vægi fyrirtækisins í almennri netumferð.

„Þetta markar tímamót fyrir fyrirtækið okkar. Við erum að færa okkur út fyrir grunnþjónustuna sem stærsti dreifingaraðilinn. Þessi vara verður hluti af mjög bjartri framtíð iðnaðarins, dregur úr sundrungu, bætir og einfaldar dreifingu og bætir innkaupaupplifun ferðamanna.“

Bókun ehf er staðsett á Íslandi en þjónustar ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim, bæði stór og smá. Höfuðstöðvar Bókunar munu ekki flytja úr landi við söluna og stjórnarmenn fyrirtækisins munu áfram leiða fyrirtækið. Þeir munu þó vinna náið með alþjóðadeild TripAdvisor og fjölgað verður í starfsmannahaldi hér á landi.

Hjalti Baldursson, stjórnarformaður Bókunar, segir að kaupin munu ekki hafa nein áhrif á þau fyrirtæki sem Bókun hefur samninga við. Kaupin geri Bókun mögulegt að þjóna fólki hvar sem er á jörðinni. Upphæð eða skilmálar samningsins verða ekki gefnir upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi