„Frá ystu strönd til innstu dala þá förum við samstíga héðan út og vinnum saman‟. Já, þetta sagð´ann. En ræðurnar verða ekki fleiri. Þessi lífsglaði og hressi maður kvaddi veröldina í gær, sæll og glaður eftir baráttuna við krabbamein. Það er vel tekið á móti honum.“
Hafliði var fæddur árið 1941 og áberandi maður á Húsavík alla sína ævi og kom mörgu í verk á ýmsum sviðum. Hann var mikill söngvari og söng á skemmtunum meðal annars með Víbrum og hljómsveitinni Fimm. Kirkju, tómstunda og æskulýðsmál voru honum mjög hugleikin og lék hann til dæmis jólasvein fyrir börnin í bænum lengi. Hann var einnig virkur í starfi íþróttafélagsins Völsungs um áratuga skeið og sæmdur heiðursmerki þess árið 2015.
Árið 1964 tók hann þátt í að stofna Verslunarmannafélag Húsavíkur og var viðloðandi verkalýðsmál allar götur síðan. Líkt og sonur hans, var Hafliði dyggur Framsóknarmaður og var iðulega á listum hjá flokknum. Varð hann landsþekktur um tíma og kom meðal annars fram í umræðuþættinum Silfri Egils og fleirum.
Mynd: HBK