fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Löng fasta íslenskra múslima: „Tilvik þar sem liðið hefur yfir fólk“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstöðin BBC heimsótti íslenska múslima á Ramadan föstunni og fylgdist með lífi þeirra. Ramadan, sem er ein helgasta hátíð múslima, hófst í ár þann 17. maí og líkur 14. júní en þá neita múslimar sér um mat og drykk frá sólarupprás til sólseturs.

Í fréttinni kemur fram að fasta íslenskra múslima sé ein sú lengsta í heiminum þar sem landið er svo norðarlega og dagsljósið vari lengi á hverjum sólarhring á sumrin. Frá um klukkan fjögur um morguninn til ellefu um kvöldið verða þeir að fasta. Þegar múslimarnir sem BBC heimsótti settust loksins til matar höfðu þeir hvorki fengið vott né þurrt í tuttugu klukkutíma.

Fylgst er með Sulaman, sem flutti frá Pakistan til Íslands fyrir fimm árum síðan. Hann fær sér jógúrt með ávöxtum um nóttina og fastar síðan í tuttugu og tvo klukkutíma.

„Þetta er mjög auðvelt þar sem þetta er trúin mín og hún drífur mig áfram. Þetta verður mjög eðlislægt, hluti af deginum og rútínunni.“

Zara, eiginkona hans, er ófrísk og fastar því ekki en hún tekur þátt í bænum og matargerðinni.

Á Íslandi búa um eitt þúsund múslimar en ekki allir taka þátt í Ramadan föstunni.

Einnig er fylgst með Mansoor, imam hjá litlum múslimasöfnuði í Reykjavík. Sá söfnuður ákvað að stytta föstuna niður í átján tíma.

„Ef við skoðum hvað stendur í Kóraninum um föstuna þá segir að guð vilji gera fólki auðvelt fyrir. Við höfum heyrt um tilvik þar sem liðið hafi yfir fólk vegna þessarar löngu föstu.“

Yaman, sem rekur kebab stað, þarf að elda allan daginn ofan í fólk en má ekki borða.

„Já, ég verð svangur. En þetta eyðileggur ekki daginn fyrir mér af því að ef þú trúir á eitthvað þá gerir þú það.“

Í menningarmiðstöð múslima er síðan fylgst með því þegar fastan er brotin um kvöldið, svokallað Iftar, og beðið fram á nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít