fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025

Ólafur spáir í spilin: „Ef meirihlutinn fellur þá verður Viðreisn í algerri lykilstöðu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst grannt með kosningum í áratugi og komið fram í öllum kosningaútsendingum síðan 1986, að einum undanskildum. DV spurði Ólaf um stöðuna í sveitarstjórnarmálunum.

Býstu við því að meirihlutinn haldi?

„Það er ómögulegt að segja. Þetta er mjög tvísýnt og könnunum ber ekki saman. Það er erfitt að segja til um það hvaða könnun er réttust og sennilega er þetta innan skekkjumarka.“

Getur Eyþór myndað meirihluta með Miðflokki og Viðreisn?

„Ólíklegt er að þessir þrír flokkar fái meirihluta og þó þeir nái því þá virðast Viðreisn eiga meiri málefnalega samleið með núverandi meirihlutaflokkum. En það er ekki hægt að útiloka neitt í þessu. Ef meirihlutinn fellur þá verður Viðreisn í algerri lykilstöðu.“

Kemur einhver til greina sem borgarstjóri annar en Dagur og Eyþór?

„Það getur alveg komið til álita þó þeir séu líklegastir. Til dæmis Þórdís Lóa eða utanaðkomandi ráðinn borgarstjóri.“

Er hætta á stjórnarkreppu, til dæmis ef Sósíalistar lenda í oddastöðu?

„Ég á nú ekki von á því. Það er ekki hægt að rjúfa borgarstjórn, hún situr til fjögurra ára. Mér finnst langlíklegast að menn finni flöt á einhverju meirihlutasamstarfi.“

Býstu við betri eða verri kjörsókn?

„Það er of snemmt að segja til um en vonandi verður hún ekki lakari en síðast. Hún var sú lægsta í sögunni í Reykjavík þá.“

En að öðrum sveitarfélögum, býstu við því að margir meirihlutar falli?

„Miðað við kannanir eru talsvert margir meirihlutar í hættu á að falla, til dæmis á Akureyri og í Vestmannaeyjum.“

Í nokkrum sveitar félögum hefur Sjálfstæðisflokkurinn klofnað, til dæmis Seltjarnarnesi, Vestmannaeyjum og Norðurþingi. Hvað veldur?

„Þetta eru hefðbundnar og staðbundnar innanflokksdeilur sem virðast snúast fremur um persónur heldur en málefni. Við höfum oft séð þetta áður, ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum heldur öðrum líka. En kannski eru fleiri klofningar núna en oft áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal sannfært um að félagið sé búið að tryggja sér miðjumann

Arsenal sannfært um að félagið sé búið að tryggja sér miðjumann
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meistaradeildarsæti United skiptir engu máli – Ennþá líklegastir í kapphlaupinu

Meistaradeildarsæti United skiptir engu máli – Ennþá líklegastir í kapphlaupinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína