fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Ógeðslega pínlegt – „Karlanginn“

Svarthöfði
Laugardaginn 13. júní 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bwahahahaha“, svo hló Svarthöfði og svelgdist á morgunkaffinu þegar það kom á daginn að fjármálaráðuneytið hafi komið í veg fyrir að Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor fengi starf sem ritstjóri einhvers drepleiðinlegs norræns blaðsnepils. Hann var víst of pólitískur, eða að minnsta kosti samkvæmt Wikipedia-síðu hans. Vat ðe fokk?

 

Þetta er svo dásamlegt mál í alla staði. Svarthöfði skal útskýra hvers vegna. Fyrst og fremst fær Wikipedia þarna uppreisn æru. En það er eitt af því fyrsta sem sveittir háskólaprófessorar predika yfir taugaveikluðum nemendum sínum, að Wikipedia sé ekki samþykkt sem heimild. Í menntaskóla komst maður upp með það, og greinilega kemst maður upp með það í fjármálaráðuneytinu líka. LOL.

 

Í öðru lagi þá er greinilega hægt að vera of pólitískur til að geta verið ritstjóri yfir tímariti sem heitir Nordic Economic Policy Review, en hins vegar mega ritstjórar eins og segjum yfir Morgunblaðinu vera rammpólitískir. En ekki þegar skrifað er um hagfræði á samnorrænum vettvangi. – Nei, það væri alltof langt gengið.

 

Í þriðja lagi þá kom á daginn, ótrúlegt en satt, að Wikipedia var ekki áreiðanlegasta heimildin og greyið Þorvaldur bara alls ekki eins pólitískur og hann var sakaður um, þó svo að fyrir tæpum áratug hafi hann haft einhvern metnað á því sviði, en hætti svo snarlega við, líklega því það var ekki hagkvæmt fyrir hagfræðinginn.

 

Í fjórða lagi þá kannast fjármálaráðherra ekki við að hafa sett sig á móti því, en segist á sama tíma styðja það alla leið. Þorvaldur hafi sett sig upp á móti Sjálfstæðisflokknum á þeim tíma sem Bjarni Ben. var við stjórn. Ófyrirgefanlegt. Auk þess gæti Þorvaldur ekki stýrt svona blaði því hann væri ekki með sömu stefnu og fjármálaráðuneytið. Því samnorrænt blað verður að sjálfsögðu að fara eftir vilja xD. Annað væri fráleitt. Allt þetta uppþot út af hagfræðiriti. Talandi um leiðindamál.

 

Svo að lokum má ekki gleyma því að þetta blessaða blaðsnifsi hljóp á sig og réði Þorvald, áður en fjármálaráðuneytið sagði nei. Kannski erfitt að álasa þeim þar sem þeim sýndist Þorvaldur fullhæfur og kom neitun ráðuneytisins töluvert á óvart. En vandró engu að síður.

 

Skipti máli að Þorvaldur var pólitískur, eða að hann var ekki nægilega mikið í Sjálfstæðisflokknum eða skipti það eitt máli að hann er á móti Sjálfstæðisflokknum? Frekar vildi ráðuneytið Friðrik Má Baldursson, sem var efnahagsráðgjafi GAMMA og var skipaður prófessor við Háskóla Íslands með fulltingi Kaupþings korter í hrun. Hann hefur grunsamlega oft fengið mikið af góðum djobbum í gegnum ríkisvaldið.

 

Og nú þarf fjármálaráðherra sjálfur að mæta fyrir eftirlitsnefnd og svara fyrir málið. Hann sem gerði ekki neitt, greyið. Svona reyndar fyrir utan það að bera ábyrgð á ráðuneytinu sem beitti sér gegn Þorvaldi. Karlanginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað er skírdagur?

Hvað er skírdagur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra