fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

„Ölæði Íslendinga í bland við stuttan opnunartíma bara hefur skapað einhvers konar heimsendastemmingu milli 22-23 um helgar“

Svarthöfði
Laugardaginn 15. ágúst 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er ekki mikið fyrir fjölmenni, hefur aldrei verið það og mun aldrei verða. Samkomutakmarkanir hljómuðu því vel í hans eyrum. Svo vel að hann hætti sér í borg óttans og skellti sér á eina grjótharða knæpu til að svolgra í sig einn svellkaldan með útvöldum félaga. Fullkomið fyrirkomulag – ekki satt? Rangt. Ó, svo rangt.

Á þessari tilteknu knæpu hefði aldrei með góðu móti verið hægt að troða 100 einstaklingum. Hvað þá fleiri. Við barinn voru líklega allir þeir tæplega 100 sem höfðu fengið inni á staðnum. Þarna stóðu þau saman í einni þvögu, hrúga af skrúðklæddum vitleysingum, sem trúa því að tveggja metra reglan gildi bara eftir hentisemi. Ekki svo mikið sem millimetra regla í gangi.

Tónlistin var svo hátt stillt að ekki mátti með góðu móti eiga samræður við næsta mann nema halla sér alveg upp að eyra hans. Það var sama sagan með barþjónana og hölluðu þyrstir kúnnarnir sér vel yfir barborðið til að garga í eyrað á barþjóninum með tilheyrandi munnvatnsdreifingu. Barþjónninn var með grímu, hann má eiga það. En þurfti þó að toga hana niður til að svara kúnnunum, enda þarf í slíkum hávaða að treysta á varalestur samhliða garginu. Gargaði hann þá á móti og gríman góða þannig tilgangslaus með öllu.

Það kom Svarthöfða því lítið á óvart að lesa daginn eftir um aðfinnslur lögreglunnar við veitingastaði borgarinnar. Meira kom það á óvart þegar vertar stigu fram einn á eftir öðrum og sóru af sér þessar sakir.

Ölæði Íslendinga í bland við stuttan opnunartíma bara hefur skapað einhvers konar heimsendastemmingu milli 22-23 á kvöldin um helgar. Allir vilja ná einum drykk í viðbót og öllum er sama hvern þeir þurfa að smita til þess. Veitingastaðir geta og ættu að gera betur. Svarthöfði fagnar þeim veitingastöðum sem tóku þá þungu ákvörðun að loka meðan á faraldrinum stendur því þeir treysta sér ekki til að tryggja öryggi kúnnanna.

Þeir heilsuhraustu og kokhraustu ætla sér greinilega að taka yfir samfélagið því þeir hafa metið það svo að þeir eigi vel eftir að þola það að fá COVID. Gleymdu ekki þínum minnsta bróður.

Bjórþambarar og miðbæjarrottur þurfa að taka ábyrgð og drekka ekki sóttvarnir sínar í burtu. Og takið vel eftir, það er ekki unga fólkið eitt sem sækir miðborgina heim. Það er fólk á öllum aldri og frá öllum öngum samfélagsins. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á þessu klösterfokki og megum öll skammast okkar og gera betur. Við skulum ekki drepa hvert annað bara svo við þurfum ekki að hætta að djamma.

Mamma þarf ekkert að djamma. Mamma getur bara þambað rauðvínsbelju og spjallað við saumaklúbbinn í gegnum Skype. Svarthöfði var ekki lengi að forða sér úr miðbænum, Svarthöfða, þrátt fyrir að vera annálaður skíthæll, er nefnilega annt um nágranna sína og kann að forgangsraða þörfum sínum þegar samfélagið þarf á því að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker