fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Hingað og ekki lengra, Pence!

Svarthöfði
Laugardaginn 7. september 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er viðurstyggilegt eintak af mannveru að vera. Samtökin 78 gerðu nú í vikunni það sem fáir hefðu þorað, og slepptu allri sýndarmennsku og tilgerð í ljósi heimsóknarinnar og tóku ófagnandi á móti Pence. Einnig stillti Advania upp regnbogafánanum fyrir utan Höfða, þar sem erindi Pence var að ræða við íslenska ráðamenn um norðurslóðir og viðskipti, og með þessum litla en einfalda gjörningi komust þarna miklar hreðjar til skila.

Þessi maður er táknmynd alls þess sem er að koma í veg fyrir jákvæðari þróun þessa heims, táknmynd staðnaðrar og hábandarískrar íhaldssemi. Pence er tveimur skrefum nálægt því að vera svokallaður flatjarðar-predikari. Stefna hans í umhverfismálum, kvenréttindum, flóttamannamálum og ekki síður hinsegin málum er óhugguleg út af fyrir sig og sem betur fer deila Íslendingar almennt ekki sama hellisbúahugarfari.

Annars vegar, ef til stendur að auka vígvæðingu hérna á okkar heimavelli er Svarthöfða nóg boðið, enda fékk hann sig fullsaddan á einræðisherrum og skrípalegum stríðsleikjum fyrir rúmum þremur áratugum. Og Svarthöfði gerði eitthvað í málinu þá. Að sinni verður það hins vegar ekki svo einfalt.

Þótt það hljómi eins og skoðanamat er það hrein staðreynd að segja að heimurinn hefur núna undanfarið þrjú ár staðið frammi fyrir vanhæfustu og spilltustu forsetastjórn Bandaríkjanna frá upphafi.

Öll liggjum við í skítnum út af Donald Trump, en það jákvæða við þann rakka er að hann geltir stöðugt án þess að bíta. Geltið getur valdið heilaskaða, vissulega, og alvarlegu tapi á nokkrum heilasellum í kjölfarið – en aulabárður úti á túni er allan daginn skárri en skipulagður aulabárður. Og ef fantasían þróast þannig að Trump verði loksins sagt að víkja úr hásæti sínu, yrðum við alls ekki betur stödd ef Mike tæki við keflinu. Í raun og veru er það lakari kosturinn.

Ísland er lítið land með mikla möguleika, en ef við ætlum að halda áfram að líta svona stórt á okkur, verðum við hreinlega að setja fótinn fastar niður þegar um ræðir að veita apaköttum athygli okkar.

Hingað og ekki lengra, apakettir! Sama hvaða meintu menntun eða titla þið berið yfir nýju keisaraklæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?