fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Næsta mál, takk!

Svarthöfði
Sunnudaginn 23. júní 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bús í búðir er eitt langlífasta þrætuepli íslenskrar stjórnmálasögu. Sem er nokkuð merkilegt í ljósi þess að hjá flestum er þetta ekki hjartans mál. Íslendingar eru fyllibyttur að eðlisfari. Við höfum alltaf getað reddað okkur áfengi og drukkið ótæpilega af því.

Svarthöfði man vel þá tíma þegar allir voru fullir, alltaf. Sjómenn héngu aldrei þurrir nema kannski rétt í lok hvers túrs og voru þeir þá fljótir að laga hallann þegar þeir komu í land. Bændur voru alltaf með brennivínspela í vasanum. Húsmæður drukku sérrí og létu barnungar barnapíur sjá um uppeldi barna sinna. Kokkar voru annáluð drykkjustétt, blaðamenn líka, svo ekki sé nú talað um blessaða þingmennina sem tóku misvitrar ákvarðanir í áfengissvima.

Hér á Íslandi var allt áfengi bannað um tíma og bjór ekki leyfður um áratuga skeið. Vertar þurftu að kreista og kremja ráðherra og bæjarstjóra til þess að fá vínveitingaleyfi. Miðað við þetta mætti halda að Ísland hefði verið fasistaríki eins og Saudi Arabía eða Noregur en raunveruleikinn var allt annar. Íslendingar hafa alltaf getað reddað sér í glas. Hvort sem það er með löglegum leiðum eða öðrum. Sprútt og landasalar voru hér á hverju horni. Flestar leigubílastöðvarnar buðu upp á „góða bíla“. Svo voru það þeir framtakssömu sem brugguðu í kjallaranum.

Bjórinn fagnaði nýlega þrjátíu ára afmæli sínu. Um hann var hart deilt á sínum tíma og þvert á flokka. Í seinni tíð hafa Sjálfstæðismenn eignað sér afnám bjórbannsins. Staðreyndin er þó sú að fjölmargir þingmenn flokksins börðust gegn bjórnum og löggjöfin var samþykkt á tíma vinstristjórnar. Sjálfstæðismenn hafa líka reglulega talað um bús í búðir. En það er aðallega til að höfða til yngri kjósenda. Allir vita að ef þeim væri alvara væru þeir löngu búnir að koma þessu í gegn. Jafnvel á þeim tíma þegar þeir sátu í ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri Framtíð komst málið ekki í gegn. Ástæðan er einföld: Ef þeir koma þessu í gegn, þá geta þeir ekki lengur barist fyrir þessu.

Hvaða hagsmuni hinn almenni Íslendingur hefur af því að hafa eða hafa ekki ríkiseinokun á áfengi er í besta falli óljóst. Það sem er morgunljóst er hins vegar að þessi umræða einkennist af sýndarmennsku á báða bóga og hefur allt of mikið vægi í þjóðfélagsumræðunni. Ef Svarthöfði væri einráður myndi hann einfaldlega leyfa þetta og áfengisauglýsingar í leiðinni. Eingöngu til þess að þetta mál væri úr sögunni og önnur og þarfari málefni kæmust á dagskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu