Lof: Erik Hamrén
Lof vikunnar fær Erik Hamrén landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Alger viðsnúningur hefur orðið á gengi liðsins undanfarið. Eftir tvo góða sigra í júní á Laugardalsvelli á liðið skyndilega góða möguleika á að komast upp úr riðlinum í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Þegar illa gekk fékk Hamrén harða gagnrýni og því er verðskuldað að hann fái lofið núna.
Last: Miðflokkurinn
Aftur stefnir í málþóf á Alþingi í boði Miðflokksins. Þingmenn flokksins raða sér nú á mælendaskrá í umræðu um frumvarp um loftslagsmál og tilgangurinn er augljós, rétt eins og í umræðunni um þriðja orkupakkann. Virðist þetta gert til þess eins að reyna að rífa upp fylgið í kjölfar Klaustursmálsins. Það gekk vel í upphafi en hefur nú snúist í andhverfu sína. Aðgerðir gera því ekkert nema að minnka virðingu þeirra sjálfra.