fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

5 hlutir til þess að gera í stað þess að horfa á Eurovision

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, laugardag, sest meiri hluti þjóðarinnar niður fyrir framan sjónvarpið, hámar í sig snakk og líklega margir sem fá sér aðeins í tána. Í ár hafa skapast miklar deilur um Eurovision og margir hverjir eru reiðir vegna þeirrar ákvörðunar að halda keppnina í Tel Aviv í Ísrael. Íslendingar eru þar ekki undanskildir og voru ansi háværar raddir um að við ættum að sleppa því að taka þátt í ár og mótmæla þannig þeim aðgerðum sem stjórnvöld Ísrael hafa tekið og aðför þeirra að Palestínu. Það verða því líklega einhverjir sem ekki ætla sér að fylgjast með keppninni í ár, þrátt fyrir að Íslandi sé spáð góðu gengi. DV fann því fimm hluti sem hægt er að gera í staðinn fyrir að horfa á Eurovision.

Fara út að skokka:

Ef þú hafðir hugsað þér að nýta tímann í líkamsrækt er líklega best fyrir þig að fara út að skokka. Ef þú ferð í ræktina verður líklega kveikt á Eurovision í öllum sjónvörpum þar og þú kemst ekki hjá því að sjá hvað fer fram. Eurovision er nokkuð langt sjónvarpsefni svo þú ættir að komast í ágætisform.

Læsa þig inni á klósetti og hlusta á hljóðbók:

Ef það er sjónvarp á heimili þínu er líklegt að einhver heimilismaður muni vilja horfa á keppnina. Þá getur þú læst þig inni á klósetti og hlustað á hljóðbók. Með því útilokar þú bæði hljóð og myndefni. Passaðu þig bara að sitja ekki of lengi á klósettinu ef þér verður mál, þá færðu gyllinæð.

Hámhorfa á Game of Thrones:

Ef þú býrð ein/nn og getur því ráðið sjónvarpsefninu þá er þetta tilvalinn tími til þess að rifja upp allar seríurnar af Game of Thrones. Hafir þú ekki séð þær nú þegar, er kominn tími til, enda lokaþátturinn sýndur í næstu viku og honum má enginn missa af.

Kaupa í matinn:

Ef þú átt eftir að gera vikuinnkaupin þá er þetta tilvalinn tími til þess. Það verða líklega ansi fáir í búðinni og þú getur því gengið hægt og rólega í gegn og lesið innihaldslýsingarnar á öllum vörunum. Það er þó tvennt sem þú þarft að hafa í huga. Ekki gleyma heyrnartólum þar sem líklegt er að keppnin verði spiluð í beinni í útvarpinu í búðinni. Mundu svo að vera almennileg/ur við starfsfólkið því það neyðist til þess að afgreiða þig á meðan það reynir að fylgjast með keppninni í símanum sínum.

Halda húsfund:

Sértu formaður húsfélags og almennt illa innrætt manneskja, þá er þetta einmitt tíminn til þess að boða alla íbúa á húsfund. Þar getið þið farið yfir sorphirðu, endurvinnslu og fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá getið þið rætt bílastæðavandamál og rýnt ítarlega í ársreikninginn. Þú skalt þó ekki gera ráð fyrir því að verða kosinn í stjórn félagsins aftur á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði