fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025

5 hlutir til þess að gera í stað þess að horfa á Eurovision

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, laugardag, sest meiri hluti þjóðarinnar niður fyrir framan sjónvarpið, hámar í sig snakk og líklega margir sem fá sér aðeins í tána. Í ár hafa skapast miklar deilur um Eurovision og margir hverjir eru reiðir vegna þeirrar ákvörðunar að halda keppnina í Tel Aviv í Ísrael. Íslendingar eru þar ekki undanskildir og voru ansi háværar raddir um að við ættum að sleppa því að taka þátt í ár og mótmæla þannig þeim aðgerðum sem stjórnvöld Ísrael hafa tekið og aðför þeirra að Palestínu. Það verða því líklega einhverjir sem ekki ætla sér að fylgjast með keppninni í ár, þrátt fyrir að Íslandi sé spáð góðu gengi. DV fann því fimm hluti sem hægt er að gera í staðinn fyrir að horfa á Eurovision.

Fara út að skokka:

Ef þú hafðir hugsað þér að nýta tímann í líkamsrækt er líklega best fyrir þig að fara út að skokka. Ef þú ferð í ræktina verður líklega kveikt á Eurovision í öllum sjónvörpum þar og þú kemst ekki hjá því að sjá hvað fer fram. Eurovision er nokkuð langt sjónvarpsefni svo þú ættir að komast í ágætisform.

Læsa þig inni á klósetti og hlusta á hljóðbók:

Ef það er sjónvarp á heimili þínu er líklegt að einhver heimilismaður muni vilja horfa á keppnina. Þá getur þú læst þig inni á klósetti og hlustað á hljóðbók. Með því útilokar þú bæði hljóð og myndefni. Passaðu þig bara að sitja ekki of lengi á klósettinu ef þér verður mál, þá færðu gyllinæð.

Hámhorfa á Game of Thrones:

Ef þú býrð ein/nn og getur því ráðið sjónvarpsefninu þá er þetta tilvalinn tími til þess að rifja upp allar seríurnar af Game of Thrones. Hafir þú ekki séð þær nú þegar, er kominn tími til, enda lokaþátturinn sýndur í næstu viku og honum má enginn missa af.

Kaupa í matinn:

Ef þú átt eftir að gera vikuinnkaupin þá er þetta tilvalinn tími til þess. Það verða líklega ansi fáir í búðinni og þú getur því gengið hægt og rólega í gegn og lesið innihaldslýsingarnar á öllum vörunum. Það er þó tvennt sem þú þarft að hafa í huga. Ekki gleyma heyrnartólum þar sem líklegt er að keppnin verði spiluð í beinni í útvarpinu í búðinni. Mundu svo að vera almennileg/ur við starfsfólkið því það neyðist til þess að afgreiða þig á meðan það reynir að fylgjast með keppninni í símanum sínum.

Halda húsfund:

Sértu formaður húsfélags og almennt illa innrætt manneskja, þá er þetta einmitt tíminn til þess að boða alla íbúa á húsfund. Þar getið þið farið yfir sorphirðu, endurvinnslu og fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá getið þið rætt bílastæðavandamál og rýnt ítarlega í ársreikninginn. Þú skalt þó ekki gera ráð fyrir því að verða kosinn í stjórn félagsins aftur á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Zaha búinn að skrifa undir

Zaha búinn að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Skriniar fer til Mourinho
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lánaður til nýliðanna

Lánaður til nýliðanna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör