fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Svarthöfði: Himnaríki og helvíti

Svarthöfði
Sunnudaginn 31. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur aldrei verið mjög trúrækinn. Barátta hins algóða gegn hinu alslæma finnst Svarthöfða ekki alltaf eiga við í hinum margbreytilega heimi. Sumar reglurnar úr bókinni góðu eru líka hreint út sagt furðulegar eins og blátt bann við neyslu skelfisks. Svarthöfða finnst hörpudiskur hreint lostæti.

Hvað um það. Nýlega rambaði Svarthöfði inn á heimspekilegt spjall á virðulegri netsíðu þar sem hart var deilt um eftirlífið. Að ákveðin breytni sendi sálu okkar upp til himnaríkis og Jésúm Krists sem fórnaði sér fyrir okkur syndarana. Ef við tækjum ekki við þeim boðskap færum við lóðbeint niður til skrattans. Þar myndum við steikjast á pinna yfir vítislogum.

Góður guð gæfi okkur þetta val, þetta unaðslega frelsi. „Hlýddu mér og þér er borgið, annars læt ég gamlan félaga minn pynta þig!“ Þetta er ekki ósvipað og eiturlyfjasali sem kemur til að innheimta skuld. „Borgaðu bara og þá færðu meira djönk, annars læt ég Stebba stóra hérna mölva á þér hnéskeljarnar.“

Þetta spjall fékk Svarthöfða til að hugsa. Ekki um hvort helvíti væri vondur staður, því það er augljóst. Heldur um hvort himnaríki væri góður staður.

Boðberar kristninnar bjóða fólki þessa framtíðarsýn ef það fellur á kné og játar. Eilíft líf með guði, Jésú og englunum. Syngjandi Kúmbaja og leikandi á hörpu. Engar syndir, engar freistingar, engar nautnir. Eilíft líf! Þessi hugmynd skelfir Svarthöfða eiginlega meira en helvíti sjálft. Þar má að minnsta kosti reykja og hlusta á AC/DC.

Svarthöfði veit ekki, og þykist ekki vita, hvað tekur við þegar hinu jarðneska lífi lýkur. Óskandi væri að það væri hvíld en ekki eilíft neitt. Að lifa að eilífu yrði alltaf helvíti, sama hvort það væri uppi eða niðri. Þetta umrædda val sem okkur er boðið er því ekkert val eftir allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklega að hætta eftir fimm ára martröð

Líklega að hætta eftir fimm ára martröð