fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Lof og last vikunnar: Þingforsetarnir og hótelstjórinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. maí 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof: Þingforsetar

Lof vikunnar fá þingforsetar Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, Brynjar Níelsson og Guðjón S. Brjánsson, sem setið hafa fram á rauðanætur yfir málþófi Miðflokksmanna varðandi þriðja orkupakkann. Þjáningar þeirra eru áþreifanlegar og þrautseigjan aðdáunarverð. Þeir eru líkt og vitaverðir áður fyrr, á afskekktum skerjum, sem afsöluðu sér öllum lífsgæðum og skemmtunum til þess að sinna almannaheill. Leiðindin voru þó sennilega minni í einverunni.

Last: Árni Valur Sólonsson

Ekki eru nema tveir mánuðir síðan kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins voru undirritaðir. Engu að síður hafa sumir mundað skóflurnar til að grafa undan þeim. Verðhækkanir Íslensk ameríska eru vel þekktar og ósvífnar. Þá hefur Árni Valur Sólonsson, hótelstjóri hjá CityPark, CityCenter og CapitalInn, strax tekið ákvörðun um að lækka launakostnað hjá sér. Setur þetta kjarasamningana og stöðugleikann í bráða hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“