fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025

Eru íslenskir karlar þeir heiðarlegustu í Evrópu?

Svarthöfði
Sunnudaginn 7. apríl 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin ný skýrsla frá hinum háu herrum í Evrópuráðinu, hin svokallaða SPACE-skýrsla. Svarthöfði er einkar ánægður með nafngiftina. Ýmislegt athyglisvert er í skýrslunni að finna sem lýtur að fangelsismálum á Íslandi í samanburði við önnur Evrópuríki.

Kemur þar fram að hvergi séu hlutfallslega færri fangar en á Íslandi. 47 af hverjum 100 þúsund íbúum voru í fangelsi þann 31. janúar 2018. Til samanburðar má nefna að í Danmörku er hlutfallið 63 og í Evrópu 103 á hverja 100 þúsund íbúa.

Einnig kemur fram að 10 prósent fanga á Íslandi eru konur, en það er hæsta hlutfallið í Evrópu. Á eftir kemur Rússland með 8 prósent en í Evrópu allri er hlutfallið 5 prósent.

Hvaða sannleik er hægt að finna í öllum þessum tölum? Eru Íslendingar heiðarlegasta þjóð Evrópu en konurnar okkar þær óheiðarlegustu? Eru íslenskir karlmenn þá svona ljúfir og góðir? Standa þétt saman, sumir á bomsum.

Nei, ætli það. Áður en við íslenskir karlmenn förum að berja okkur á brjóst og stríða systrum okkar og mæðrum þá skulum við halda því til haga að fangelsismál hér á landi hafa verið í miklum ólestri lengi. Ástæðan fyrir því að einhver hafi ekki verið fangelsi þennan tiltekna dag gæti allt eins verið sú að hann hafi verið að bíða eftir að komast í afplánun. Plássleysið er slíkt að menn hafa þurft að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman í limbói eftir að komast inn og gera upp sína skuld við samfélagið. Sumir jafnvel búnir að snúa baki við fyrri lífsstíl.

Önnur ástæða gæti verið sú að dómar á Íslandi eru skammarlega vægir í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum. Við tökum burðardýr og dópistagrey og skellum þeim óhikað inn á meðan alvöru glæpamenn, það eru ofbeldismenn, nauðgarar og barnaníðingar, fá hér skammarlega stutta dóma. Dóma sem þeir afplána ekki einu sinni að fullu. Þessir brotamenn eru í langflestum tilfellum karlmenn.

Nei, við skulum ekki lesa of mikið í þessar tölur. Hér er úrtakið lítið og á næsta ári gæti hlutfall kvenna allt eins verið það lægsta í Evrópu, þó að hlutfall kvenna í fangelsum hér sé þó aðeins tíu prósent. Fyrir hverja konu eru níu karlmenn fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jói Ástvalds fer yfir sviðið og Ísak Bergmann á línunni

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jói Ástvalds fer yfir sviðið og Ísak Bergmann á línunni
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United skoðar að nota Hojlund sem skiptimynt upp í Osimhen

United skoðar að nota Hojlund sem skiptimynt upp í Osimhen
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skagfirðingar skora á Hönnu Katrínu

Skagfirðingar skora á Hönnu Katrínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sögulega mikið tap á rekstri Liverpool á síðustu leiktíð – Klopp fékk væna summu þegar hann hætti

Sögulega mikið tap á rekstri Liverpool á síðustu leiktíð – Klopp fékk væna summu þegar hann hætti