fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í vikunni. Dómar Landsréttar eru í uppnámi og málið hefur valdið Íslendingum niðurlægingu á alþjóðavísu. Við embættinu tók Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð sem nú þegar gegnir glás af ráðherraembættum. Hér eru fimm einstaklingar sem hefðu getað tekið við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu.

Brynjar Níelsson

Brynjar hefur langað í ráðherraembætti lengi og dómsmálaráðuneytið myndi henta honum vel. Reyndar var Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona hans, einn af þeim dómurum sem Sigríður skipaði í Landsrétt. En hei, þetta er Ísland.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Allir varaformenn Sjálfstæðisflokksins hafa setið sem ráðherrar á einhverjum tímapunkti, nema Áslaug Arna. Áslaug gegndi stöðunni árin 2017 til 2018 og er nafn hennar stílbrot á listanum. Það verður að laga sem fyrst.

Birgir Ármannsson

Birgir hefur setið á Alþingi síðan árið 2003. Sama ár og Íraksstríðið hófst, Finding Nemo var frumsýnd og mannkynið lærði að temja eldinn. Aldrei hefur hann komið til greina í ráðherrastól sem er vandræðalegt fyrir bæði hann og flokkinn. Nú hefði verið lag að leiðrétta það.

Jón Gunnarsson

Jón fór í rokna fýlu þegar samgönguráðuneytið var tekið af honum. Brást hann við með því að ögra eftirmanni sínum, Sigurði Inga, með vegtollahugmynd sinni. Hægt hefði verið að friða Jón með dómsmálaráðuneytinu.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Vilhjálmur var maðurinn sem fór með Landsréttarmálið til Mannréttindadómstólsins og kom þar með upp um ráðherra. Ef ríkisstjórnin hefði það í sér að sýna iðrun væri tilvalin og táknræn yfirbót að bjóða Vilhjálmi sjálfum að taka að sér embættið sem utanþingsráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“