fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Af hverju lifa skyndibitakeðjurnar ekki?

Svarthöfði
Sunnudaginn 27. janúar 2019 13:00

Dunkin Donuts Svarthöfði syrgir skyndibitakeðjuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Janúar hefur verið dimmur og kaldur. Ekki vegna veðráttunnar og stöðu jarðarinnar heldur vegna þess að búið er að loka besta veitingastað landsins, Dunkin’ Donuts. Svarthöfði lagði oft leið sína þangað til að gæða sér á úrvals bakkelsi og hágæða kaffi. Man Svarthöfði vel eftir þeim dýrðardegi þegar staðurinn var opnaður og hálf þjóðin stóð í biðröð. Dunkin’ Donuts var eftirsóttari staður en El Dorado og Shangrí La til samans. Þetta var fyrir aðeins fjórum árum. Hvað gerðist?

Svarthöfði er gamall, minnugur og hefur upplifað fleiri sambærileg áföll. McDonald’s lokunin árið 2009 gleymist aldrei. Hún kom beint í kjölfarið á öðru áfalli. Nefnilega lokun Burger King, sem var staður sem átti sér þó mun styttri sögu en McDonald’s. Svarthöfði hefur reynt að borða á Metro en það er bara ekki það sama.

Domino’s hefur náð sér á strik en um tíma var tveggja milljarða króna skuld á félaginu. Það skal sagt að Svarthöfði átti mjög erfitt með nætursvefn á meðan framtíð Domino’s hékk í lausu lofti. Pizza Hut hefur lengi verið starfrækt á Íslandi en hefur aldrei verið jafn áberandi og erlendis. Íslendingar kunna ekki gott að meta. Margir úrvalsstaðir hafa komið og farið. Little Caesars, Papa Johns, Dairy Queen, Popeyes. Þetta er löng sorgarsaga.

Svarthöfði veltir því fyrir sér hvað það sé í eðli þjóðarinnar sem veldur því að hún getur ekki haldið þessum stöðum á lífi. Við reynum stanslaust að bera okkur saman við stórþjóðirnar þar sem skyndibitakeðjurnar lifa góðu lífi. Við þykjumst vera höfðatölumeistarar öllu. Samt er augljóst að við borðum ekki nógu marga skyndibita.

Sumir hafa bent á að skyndibiti sé óhollur og því væri réttast að þessir staðir hyrfu alfarið. Bent er á alls kyns skýrslur og greiningar frá menntaelítunni því til stuðnings. Meira að segja hafa orðið til ný gervivísindi í kringum þetta sem kölluð eru „lýðheilsuvísindi.“ Svarthöfði getur ekki séð að þetta eigi sér neina stoð í raunveruleikanum. Langlífi eykst og þjóðin verður sífellt heilbrigðari. Svarthöfði man vel eftir tímanum fyrir komu skyndibitastaðanna. Þá voru allir grindhoraðir og kinnfiskasognir, smitaðir af berklum og sulli. Sykur og fita í hæfilegu magni hefur gert okkur að fílefldri þjóð og það eigum við fyrst og fremst skyndibitakeðjunum að þakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Væb róa í Eurovision eftir glæsilegan sigur í Söngvakeppninni

Væb róa í Eurovision eftir glæsilegan sigur í Söngvakeppninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið