Ekki taka barnið þitt með þér í kjörklefann eins og Logi gerði. Jafnvel þó það sé betur gefið en þú og hafi betri skilning á þörfum borgarinnar.
Ekki kúka í kjörklefanum og skeina þér með seðlinum. Jájá, þetta var mikið pönk á sínum tíma en líka viðbjóðslegt og við viljum öll gleyma þessu.
Ekki taka mynd af kjörseðlinum og birta hana á samfélagsmiðlum eins og borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir gerði. Hún reyndi að eyða þessu en internetið gleymir aldrei.
Hugsaðu þig hundrað sinnum um áður en þú setur x við Karlalistann eða Íslensku þjóðfylkinguna. Viltu þetta í alvörunni?
Vandaðu valið á kosningapartíi. Það verður stuð og vel veitt til dæmis hjá Pírötum, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Miðflokki. Ekki viltu eyða kvöldinu í að spila Vist heima hjá Albaníu-Valda?