fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025

Með og á móti: Eurovision

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. maí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með: Haukur Viðar Alfreðsson, hugmynda- og textasmiður

Ég fíla Eurovision vegna þess að ég er spennufíkill. Mér er alveg sama um þessa músík núorðið. Ég vil bara fylgjast með stigagjöfinni og upplifa þann tilfinningarússíbana sem hún er. Bölva þegar við fáum ekki stig, fagna ákaft þegar við fáum þau. Hughreysta sjálfan mig þegar staðan er orðin vonlaus. „Jújú, þetta er enn þá hægt. Koma svo, Búlgaría! Við dælum milljónum í tannlæknana ykkar á hverju ári. Er til of mikils ætlast að þið launið okkur greiðann með tólf stigum?“ Það versta sem gerst hefur í sögu Eurovision var þegar við hættum að sjá hvert einasta stig birtast í rauntíma. Núna kemur bara bunki í einu frá hverju landi og svo 8, 10 og 12 stig. Frekar glatað. En já, stigagjöfin er engu að síður ástæðan fyrir því að ég fíla Eurovision. Það, ásamt möguleikanum á að gleðjast þegar Danmörku gengur illa. Helvítis Danmörk!

 

Á móti: Þórarinn Þórarinsson blaðamaður

Ég hef svo sem ekkert á móti Eurovision en vil þó sem minnst af þessari lágkúrulegu forarvilpu vita og held henni markvisst fyrir utan minn reynsluheim. Sem er í raun ósköp lítið mál með því að forðast RÚV í nokkrar vikur á vorin og skella við skollaeyrum. Keppnin hefur auðvitað ósköp lítið með gæði að gera, hvorki varðandi tónsmíðar né söng, þannig að eiginlega er innbyggt í eðli hennar að mesta ruslið er líklegast til árangurs. Ætli virkilega góð lög vinni ekki á tveggja til þriggja áratuga fresti? Væntanlega fyrir misskilning. Ég man í svipinn aðeins eftir All Kinds of Everything frá 1970. Ég var ekki einu sinni fæddur þá. Ég er háður hryllingsmyndum, áfengi, símanum mínum, kynlífi, símatímanum á Útvarpi Sögu, svörtu kaffi, lakkrís og annarri óáran en mikið ósköp upplifi ég mig alltaf frjálsan í maí þegar ég horfi á fólk ganga af göflunum yfir þessari átakanlegu uppákomu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Er efstur á óskalista United í janúar

Er efstur á óskalista United í janúar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Veirufaraldur í Kína

Veirufaraldur í Kína
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eltast við tvo leikmenn sem fá lítið að spila

Eltast við tvo leikmenn sem fá lítið að spila
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu