fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Svarthöfði: Ekkert hægt að gera um helgar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. nóvember 2018 09:49

Leiðindi Lítið úrval af skemmtun í borginni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski ekki á vitorði allra lesenda að Svarthöfði á tvö börn. Loga litla og Lilju sem Svarthöfði kallar prinsessuna sína. Þetta eru ágætiskrakkar en frek eins og flest börn eru í dag. Þegar gríslingarnir koma til Svarthöfða gamla á pabbahelgum dugar ekki að hanga heima og láta sér leiðast. Alltaf verður að gera eitthvað.

Þetta er mikið vandamál því Ísland er leiðinlegt land fyrir börn og lítið um að vera. Meira að segja hérna á suðvesturhorninu þar sem nánast allir búa. Google-leitin „Hvað er hægt að gera í Reykjavík með börnum?“ skilar litlu. Hvernig ætli fólk á landsbyggðinni hafi það? Þar hlýtur fólk að setja þunglyndislyf út í kornflexið til þess að komast í gegnum daginn. Hér á Íslandi er kalt, blautt og dimmt stærstan hluta ársins og fámennið gerir rekstrargrundvöll fyrir allan munað erfiðan.

Hér eru jú söfn, misáhugaverð og rándýr. Börnin hafa hins vegar ekki snefil af áhuga á menningu og ferð á safn því í rauninni eins og auka dagur í skólanum fyrir þau.

Kvikmyndahúsin eru opin en hver ferð þangað kostar hátt í tíu þúsund kall. Bíógreifarnir gæta þess að smyrja vel á bæði miðana og gotteríið. Svarthöfði hefur frekar geð í sér til að sækja bíómyndir á torrentsíður og kaupa sælgætið í Bónus.

Sund er hefðbundið svar sem Svarthöfði fær þegar Svarthöfði kvartar yfir skorti á afþreyingu fyrir börn í borginni. Sundlaugarnar eru alls staðar og á viðráðanlegu verði. Sund er aftur á móti ekkert skemmtilegt, hvorki fyrir Svarthöfða né afkvæmi Svarthöfða. Sem dægradvöl eru sundlaugarnar skítaredding Íslendinga. Þar er blautt, kalt, skítugt og hávaði mikill. Auk þess er Svarthöfði ekkert fyrir að sýna bert hold.

Pabbahelgar eru erfiðar á Íslandi. Kvíðavaldandi líka. Í raun er það heilbrigðismál að komið sé upp almennilegri og áhyggjulausri afþreyingu fyrir helgarfeður. Ætti þetta að vera á fjárlögum eða fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar. Einhvers konar stofnun sem grípur fólk og sér alfarið fyrir skemmtun yfir heila helgi, endurgjaldslaust. Svarthöfði mun kjósa þann flokk sem lofar því í næstu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“