fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025

Er Góði hirðirinn að breytast í Epal?

Svarthöfði
Sunnudaginn 7. október 2018 10:00

Góði hirðirinn Nálgast Epal í verðlagningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur velt því fyrir sér af hverju Góði hirðirinn er orðin svona dýr búð. Þar er selt rusl. Þarna er til dæmis verið að selja stól úr hrosshári á 75 þúsund krónur. Le Corbusier er hann kallaður og er víst fínt merki utan úr heimi. Svarthöfði þurfti að klípa sig í upphandlegginn til að athuga hvort hann væri nokkuð að dreyma. Gekk Svarthöfði kannski óvart inn í Epal en ekki nytjamarkað Sorpu þennan dag? En jú, Svarthöfði var vel vakandi og enn þá í ruslabúðinni.

Harmonika 55 þúsund krónur, prjónavél 12 þúsund, lítið barborð 14 þúsund. Allt með ljótum grænum verðmiðum sem erfitt er að ná af og meiðir Svarthöfða undir nöglunum. Gamlir He-Man-kallar á 650 krónur stykkið. Þeir eru ekki einu sinni með með brynju og sverð. Bara berir að ofan og hálflúskraðir greyin.

Eins og ávallt mætir Svarthöfði tímanlega og sá að fyrir opnun stóðu tugir fyrir utan búðina og biðu þess að hún yrði opnuð. Þetta hefur Svarthöfði aðeins séð þegar Dunkin’ Donuts var opnað í Austurstræti árið 2015. En jú, líka í sjónvarpinu þegar Kanar berjast um raftæki á svörtum föstudegi. Svarthöfða var svolítið brugðið en lét ekki deigan síga.

Svarthöfði fór á stúfana og leitaði skýringa á þessu. Komst hann að því að bölvuðu góðærinu er um að kenna. Íslendingar kaupa allt nýtt og henda nánast ónotuðum hlutum beint í tunnuna, sumu enn í verksmiðjuplastinu. Stórvesírarnir á Sorpu geta því valið bestu bitana en sleppt alvöru ruslinu.

Veltir Svarthöfði fyrir sér hver næstu skref Góða hirðisins verði. Munu þeir opna netverslun? Auglýsa vörur sínar í Sjónvarpinu? Kannski fara í útrás til Köben og Lundúna? Den Gode Hyrde – Design Fabuleux.

Þetta er varhugaverð þróun að mati Svarthöfða. Strangheiðarlegt alþýðufólk hefur varla efni á að kaupa rusl lengur. Góði hirðirinn er hins vegar ekki eini nytjamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og hefur Svarthöfði í auknum mæli neyðst til að versla við markað ABC Barnahjálpar og Rauða krossinn. Þar er ruslið á mun samkeppnishæfara verði og þjónustan fín. Það kæmi Svarthöfða þó hins vegar lítið á óvart ef þessir markaðir færu að elta Góða hirðinn og þá er voðinn vís. Hvar verður þá hægt að kaupa rusl?

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búast við að þetta verði dýrasti leikmaður í sögu félagsins – Er aðeins 17 ára gamall

Búast við að þetta verði dýrasti leikmaður í sögu félagsins – Er aðeins 17 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal sannfært um að félagið sé búið að tryggja sér miðjumann

Arsenal sannfært um að félagið sé búið að tryggja sér miðjumann
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildarsæti United skiptir engu máli – Ennþá líklegastir í kapphlaupinu

Meistaradeildarsæti United skiptir engu máli – Ennþá líklegastir í kapphlaupinu