fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Fimm Íslendingar sem ættu að vera ríkir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 16. september 2018 16:00

Laddi lifir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í DV þessa vikuna er fjallað um ríka Reykvíkinga og hafa margir þeirra þénað vel á viðskiptum sem hinn almenni borgari verður lítið var við. Búa þeir í glæsihýsum og fljúga á einkaþotum til framandi staða. Sumir myndu segja að enginn ætti skilið að verða svo auðugur að hann vissi ekki aura sinna tal. Aðrir myndu segja að „þjóðargersemar“, sem hafa fengið alla þjóðina til að gleðjast, eigi það svo sannarlega skilið. Hér eru fimm einstaklingar sem ættu að vera ríkir.

 

Laddi

Grínistinn Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, er nú orðinn 71 árs gamall og hefur fengið landann til að emja af hlátri í tæplega hálfa öld. Orðið Laddi er eiginlega orðið samnefnari yfir spaug. Fáir Íslendingar eiga það jafn mikið skilið að vera ríkir og Laddi, sem skilur eftir sig herskara af persónum.

Óli Stef

„Takk Óli“ sagði öll þjóðin þegar handboltakempan Ólafur Stefánsson lagði harpixið á hilluna árið 2013. Ólafur hefur ekki þurft að lepja dauðann úr skel enda stundaði hann atvinnumennsku með liðum á borð við Magdeburg og Ciudad Real. Vitaskuld verður samt enginn mjög ríkur af því að spila jaðarsport eins og handbolta.

Margrét Lára

Margrét Lára Viðarsdóttir leiddi þá kynslóð íslenskra knattspyrnukvenna sem tryggði sér þátttökurétt á þremur Evrópumótum í röð. Hún hefur raðað inn mörkunum og meðal annars verið markahæst í Evrópukeppni félagsliða í tvígang. Í karlaknattspyrnu væri slíkur leikmaður orðinn moldríkur.

Raggi Bjarna

Hvað sem Geir Ólafs kann að finnast þá er Ragnar Bjarnason Sinatra okkar Íslendinga. Við höfum hlustað á djúpa og ómþýða rödd Ragnars síðan árið 1954 og hann hefur alltaf aðlagast sínum samtíma. Á árum áður keyrði hann leigubíl og rak sjoppu þrátt fyrir að vera einn vinsælasti söngvari landsins. Raggi á skilið að fá eyju í Karíbahafinu.

Jóhanna á Háafelli

Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, hefur tekið að sér það óeigingjarna starf að bjarga íslensku geitinni. Langt er síðan bændur hættu almennt að halda geitur og er stofninn því í bráðri hættu. Mjólkin úr geitunum fer meðal annars til krabbameinssjúkra barna sem eiga erfitt með að halda fæðu niðri. Jóhanna hefur barist í bökkum við að halda geitunum og þjóðin hefur safnað peningum reksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi