fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 18:30

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keith Kellogg, sérstakur útsendari Donald Trump í málefnum Úkraínu, leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt við Dnipro ána frá Svartahafi að borginni Zaporizjzja. Hlutlaust svæði á að vera þar sem víglínan er núna.

Þetta sagði hann í samtali við The Times og skýrir þar hugsanlega frá sýn Trump á framtíð Úkraínu.

Hugmyndin er sótt í skiptingu Þýskalands og Berlínar eftir síðari heimsstyrjöldina. „Þetta gæti líkst því sem gerðist í Berlín eftir síðari heimsstyrjöldina, þar sem voru rússneskt svæði, franskt svæði, breskt svæði og bandarískt svæði,“ sagði Kellogg.

Bandaríkin hafa reynt að koma á friði í Úkraínu síðustu tvo mánuði en eins og kunnugt er þá sagði Trump ítrekað í kosningabaráttunni á síðasta ári að hann gæti komið á friði í Úkraínu á fyrstu 24 klukkustundum sínum í Hvíta húsinu. Nú eru þó liðnar gott betur en 24 klukkustundir og ekki að sjá að friður sé í augsýn. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti og að margra mati vinur Trump, virðist ekki hafa mikinn á huga á að semja um frið.

The Times sagði að ummæli Kellogg veiti „bestu innsýnina“ í framtíðarsýn Trump fyrir Úkraínu til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Í gær

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi