ESB segir að allir íbúar ESB-ríkjanna verði að vera undir það búnir að til neyðarástands komi. Um 450 milljónir búa í ESB-ríkjunum.
Sky News skýrir frá þessu og segir að Hadja Lahbib, sem fer með almannavarnarmálefni í framkvæmdastjórn ESB, hafi sagt að þær ógnir sem steðja að Evrópubúum séu flóknari en nokkru sinni áður og að þær tengist allar.
Hún sagði einnig mikilvægt að fólk sé með nauðsynjar til að minnsta kosti 72 klukkustunda ef neyðarástand kemur upp. Hún sagði að meðal þessara nauðsynja séu matur, vatn, vasaljós, skilríki, lyf og stuttbylgjuútvarp.
Hún sagði einnig að ESB þurfi að koma sér upp „taktískum birgðum“ og verða sér úti um annan mikilvægan búnað, þar á meðal slökkviflugvélar, lækningatækjum, tækjum til orkuframleiðslu og samgangna.