fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Tim Walz verður varaforsetaefni Kamölu Harris – Samfélagsmiðlar höfðu mikil áhrif

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 13:49

Tim Walz verður varaforsetaefni Kamölu Harris. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur valið Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, sem varaforsetaefni sitt. CNN greinir frá þessu en Harris mun tilkynna um valið á fundi síðar í dag.

Walz er fyrr­ver­andi mennta­skóla­kenn­ari og þjálf­ari í banda­rísk­um fót­bolta en valið á honum kemur sumum á óvart. Fyrir nokkrum mánuðum hefðu fáir getað séð það fyrir að Walz yrði í þessari stöðu en vinsældir hans hafa aukist gríðarlega á síðustu vikum þökk sé framkomu hans í ýmsum sjónvarpsþáttum. Þykir hann hafa hlýlegt viðmót og kjaftinn fyrir neðan nefið. Lýsa honum margir eins og að hann sé vinalegur frændi.

Þá hefur Walz þegar byrjað að veita Repúblikönum skráveifu. Þannig byrjaði hann fyrstur manna að kalla J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, „furðulegan“ og það hefur heldur betur límst á andstæðinginn og farið að hafa áhrif.

Þá vöktu viðbrögð Walz við athugasemd Vance um að Bandaríkjunum væri stjórnað  „barnlausum kattarkonum“ líka mikla lukku. „Guð minn góður, þeir réðust á kattarfólk. Gangi ykkur vel með það. Kveikið á internetinu og sjáið hvað kattarfólk gerir þegar þið ráðist á það,“ sagði Walz og sló í gegn.

Walz þykir frjálslyndur en hann vill til að mynda afglæpavæða kanabiss, verkalýðsmál eru honum hugleikin og þá er hann stuðningsmaður fóstureyðinga. Um síðastnefnda málefnið hefur hann látið hafa eftir sér að það snúist um frelsi einstaklingsins. „Gullna reglan sem lætur smábæi virka, svo íbúar séu ekki stöðugt upp á kant við hvorn annan, er: „Láttu aðra í friði og einbeittu þér að sjálfum þér,“ sagði Walz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins