fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Óttast að allt sjóði upp úr í Frakklandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 21:00

Lögreglumenn í París glímdu fyrr í vikunni við stuðningsmenn fylkingar vinstrimanna sem mótmæltu framgangi hægri-popúlista. Mynd: Pierre Crom/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan magnast vegna seinni umferðar þingkosninganna í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Talsvert hefur borið á ofbeldisverkum og hótunum gagnvart frambjóðendum og aðstoðarfólki þeirra og nú óttast margir að hver sem úrslitin verða muni ofbeldið verða enn meira og breiðast út.

Í frétt CNN af málinu kemur fram að frambjóðandi flokks Emmanuel Macron forseta sem er talskona sitjandi ríkisstjórnar, sem skipuð er miðjuflokkum sem styðja Macron, á þingi, Prisca Thevenot og hennar aðstoðarfólk, hafi orðið fyrir árás í gærkvöldi þegar hópurinn var á ferð til að hitta kjósendur. Þetta var þó alls ekki einangrað tilvik.

Sú mikla spenna sem hefur ríkt í aðdraganda kosninganna er ekki síst tilkomin vegna mikils fylgis hægri-popúlista flokksins Rassemblement National undir forystu Marine Le Pen og forsætisráðherraefnisins Jordan Bardella. Kannanir hafa bent til að flokkurinn og bandamenn hans muni hljóta flest sæti á þingi. Fylking flokka á vinstri vængnum og miðjuflokkar sem styðja Macron hafa hvatt til þess að aðrir flokkar sameinist um það að hindra að Rassemblement National komist til valda. Óljóst er þó hvort það mun bera árangur en margir innan miðjuflokkanna eru ekki hrifnir af því að víkja fyrir frambjóðendum þeirra vinstri flokka sem þykja öfgafyllstir, í þeim kjördæmum þar sem slíkir frambjóðendur urðu í öðru af efstu tveimur sætunum í fyrri umferðinni ásamt framjóðendum hægri-popúslistanna.

Árásir á alla kanta

Frambjóðendur vinstri- og miðjuflokka hafa í mörg skipti orðið fyrir árásum og hótunum frá fólki sem sagt er styðja Rassemblement National. Frambjóðendur þess flokks hafa þó einnig mátt þola árásir. Marie Dauchy sem er frambjóðandi flokksins í kjördæmi í suðsausturhluta landsins ákvað að hætta allri kosningabaráttu að hennar sögn vegna líkamlegs ofbeldis sem hún varð fyrir þegar hún var að heyja baráttu sína á markaði í kjördæminu.

Frambjóðandi Lýðveldisflokksins, sem er mið-hægri flokkur, Nicolas Conquer segist hafa orðið fyrir árás vinstrisinnaðra aðgerðarsinna og hefur lagt fram formlega kvörtun.

Stór orð hafa verið látin falla um mögulegar afleiðingar þess að hægri-popúlistar sigri í kosningunum. Varað hefur verið því að slíkt muni leiða til fjöldamótmæla og Macron forseti hefur gengið svo langt að segja að afleiðingarnar verði borgarastyrjöld hvort sem hægri-popúlistar eða flokkar sem eru lengst til vinstri sigri.

Áðurnefnd Prisca Thevenot og hennar aðstoðarfólk varð fyrir árás þegar þau reyndu að koma í veg fyrir að hópur ungmenna ynni skemmdarverk á veggspjöldum framboðsins. Hún slapp sjálf ómeidd en segir að tvö úr hópi aðstoðarfólksins hafi þurft að fara á sjúkrahús.

Árásin er til rannsóknar en Thevenot ætlar að halda kosningabaráttuni ótrauð áfram og segir að ofbeldi sé aldrei svarið.

Ofbeldið ólíðandi

Frambjóðendur og aðrir stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa fordæmt árásina á Thevenot. Jordan Bardella sem eins og áður segir er forsætisráðherraefni Rassemblement National kallar eftir því að Frakkar haldi ró sinni. Hann segir að verði hann forsætisráðherra muni hann koma á reglu í landinu en hann viðurkennir að aðilar sem séu annars vegar hallir undir flokka og frambjóðendur sem lengst eru til hægri og hins vegar hallir undir þá sem eru lengst til vinstri hafi gerst sekir um ofbeldi í kosningabaráttunni.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja allt ofbeldi ólíðandi í frönskum stjórnmálum. Lögreglumönnum á vakt á sunnudagskvöld verður fjölgað um 30.000 til að koma í veg fyrir að ólæti brjótist út sama hver úrslitin verða.

Gérald Darmanin innanríkisráðherra segir að þessi aukna löggæsla eigi að koma í veg fyrir að öfgamenn á bæði vinstri og hægri vængnum komi af stað ofbeldisverkum hver sem úrslitin verða.

Hvort að Rassemblement National stendur uppi sem sigurvegari og hvort það muni duga flokknum til að fá meirihluta á þingi og mynda næstu ríkisstjórn á síðan eftir að koma í ljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti