fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tveimur sólarhringum eftir sögulegt tilræði hins tvítuga Thomas Matthew Crooks við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þá klóra rannsakendur sig enn í kollinum yfir því af hverju hinn ungi maður lét til skara skríða.

Þeir sem stjórna rannsókninni telja sig hafa orðið nokkuð skýra mynd af því hvað Crooks hafðist við í aðdraganda árásarinnar. Á föstudeginum heimsótti hann skotsvæði, þar sem hann var meðlimur, og æfði sig að skjóta af AR-riflinum sem hann síðar notaði í árásina. Skotvopnið var eitt af 20 slíkum í eigu föður Crooks, Matthew, og hafði verið keypt með löglegum hætti.

Keypti sér stiga og skot

Daginn eftir heimsótti hann Home Depot og keypti sér stiga af heppilegri stærð og síðan heimsótti hann skotvopnabúð þar sem hann keypti sér 50 skot í umræddan rifil. Síðan keyrði hann í eina klukkustund að bænum Butler í Pennsylvaníu-fylki og slóst þar í hóp stuðningsmanna Trumps sem voru mættir til að fylgjast með kosningafundi hans.

Hann lagði bílnum á bílastæði en í skottinu hafði hann komið fyrir sprengju sem var tengd við fjarstýringu sem Crooks hafði á sér.

Hann er talið að hann hafi notað stigann til að, klifra upp á þak á nærliggjandi byggingu og hóf hann síðan skothríð á Trump nokkru síðar. Örskömmu síðar var hann svo sjálfur skotinn til bana.

Náðu að brjótast inn í tölvu hans og síma

Rannsakendur hafa síðan reynt að finna út úr því hvað var það sem ýtti Crooks yfir brúnina. Búið er að brjótast inn í síma og tölvu unga mannsins þar sem búist var við að vísbendingar yrði að finna. Svo reyndist þó ekki vera. Samkvæmt umfjöllun CNN hafa rannsakendur ekki fundið neitt annað en eðlilega netnotkun ungs manns sem hafði greinilega áhuga á forritun og tölvuleikjum. Ekkert bendir til þess að hann hafi aðhyllst öfgaskoðanir eða hafi haft einhverskonar þráhyggju eða áberandi hatur gagnvart Trump.

Sama niðurstaða fékkst af viðtölum við vini hans og aðstandendur. Árásin kom þeim í opna skjöldu enda virtist Crooks ekki hafa mikinn áhuga á pólitík. Hann var þó vissulega skráður meðlimur í Repúblikanaflokknum og hafði einnig látið örlítið fé af hendi rakna, 15 dollara, til Demókrata. Hann var hins vegar einfari sem átti enga vini og hafði átt erfitt uppdráttar í skóla þar sem hann varð fyrir einelti.

Fleiri spurningar en svör

Það hefur vakið athygli rannsakenda að ekkert í netnotkun Crooks bendir til þess að hann hafi verið að afla sér upplýsinga um sprengjugerð. Eina vísbendingin er sú að þegar árásin var gerð var hann í bol merktum Youtube-rásinni Demolition Ranch, sem fjallar um byssur og sprengjur. Á þessari stundu er kenningin sú að sprengjan í bílnum hafi verið ætluð til þess að beina athygli lögreglumanna annað. Til þess kom þó aldrei því örfáum sekúndum eftir að hann hleypti skotunum af var Crooks allur.

Það má því segja að á þessari stundu hafi kviknað fleiri spurningar í hugum rannsakenda en svör við spurningunni, af hverju reyndi Thomas Matthew Crooks að ráða Donald Trump af dögum?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt